17 manna sveit frá FÍV tekur þátt í átakinu

Ungir frumkvöðlar spreyta sig á stofnun og rekstri fyrirtækja

11.Janúar'16 | 20:23
Um 300 ungir frumkvöðlar í framhaldsskólunum fá að spreyta sig á stofnun og rekstri fyrirtækja í nýsköpunarátaki sem félagið Ungir frumkvöðlar á Íslandi, Junior Achievement (JA), stendur fyrir í átta íslenskum framhaldsskólum. Upphafsfundur átaksins verður haldinn á morgun, 12. janúar kl. 17:00-18:00 í Háskólanum í Reykjavík. 

Þar flytja erindi Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, Robert Cushman, sendiherra Bandaríkjanna, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Hörður Guðmundsson sem er einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Study Cake.

Hluti af JA Iceland verkefninu er keppni um bestu viðskiptahugmyndina og sýning og sala á nýjum vörum sem nemarnir munu skapa í verkefninu. Sigurvegarar keppninnar á Íslandi munu svo taka þátt í Evrópukeppni í Lucerne í Sviss, 25.-28. júlí. Fyrirtæki frá Verslunarskóla Íslands, E14-Magma  vann Evrópukeppnina árið 2014 fyrir minjagrip úr hrauni.

Skólarnir sem taka þátt í átakinu í ár eru Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Verslunarskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Menntaskólinn við Sund, Menntaskólinn í Kópavogi, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Menntaskólinn við Hamrahlíð.

Junior Achievement (JA) eru alþjóðleg félagasamtök sem starfa á heimsvísu en verkefni á vegum samtakanna snerta meira en tíu milljónir nemenda á ári hverju í 122 löndum, þar af 3 milljónir nemenda í 39 Evrópulöndum. Samtökin leitast við að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamenntun í skólum. JA á Íslandi er þátttakandi í JA á heimsvísu.

Nýlega var skipuð ný stjórn Junior Achievement á Íslandi og er stjórnin skipuð eftirfarandi stjórnarmönnum:

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar (stjórnarformaður)

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins

Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík

Þór Sigfússon, forstjóri Sjávarklasans

Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra

Petra Bragadóttir, kennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla

 

Nánari upplýsingar veitir Minna Melleri, framkvæmdastjóri Junior Achievement, minna@jaeurope.org,

s: 8554483. Facebook: JA Iceland - Ungir frumkvödlar. Twitter: @JA_Iceland.

 

Fréttatilkynning.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is