Bættur árangur í sorpflokkun skilar sér

Sorpeyðingargjöld heimila lækka

Gjaldskrá vegna fyrirtækjasorps hækkar

9.Janúar'16 | 11:42

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs fyrir helgi var tekin fyrir gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs fyrir árið í ár. Lögð var fram tillaga að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum 2016. Sorphirðugjöld heimila hækka úr 15.089 kr í 15.685 sem gera 3,85%.

Sorpeyðingargjöld heimila lækka hinsvegar úr 36.234 kr í 34.867. Heildar sorphirðu- og sorpeyðingargjöld heimila lækka um 772 kr milli áranna 2015 og 2016. Ástæða lækkunar er að megninu til vegna betri flokkunar sorps á heimilum. Grunngjald fyrirtækja verður 30.426 kr á ári. Gjaldskrá vegna fyrirtækjasorps hækkar um 5,35%.

Ráðið samþykkti fyrirliggjandi gjaldskrárbreytingar. Ráðið fagnar bættum árangri í sorpflokkun sem hefur leitt til lægri sorpeyðingargjalda heimila, segir í bókun ráðsins.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.