Kiwanisklúbburinn gefur leitarhund

8.Janúar'16 | 19:17

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti lögreglunni í Vestmannaeyjum nýjan leitarhund í dag en hundurinn er gjöf Kiwanismanna til lögreglunnar. Lögreglan fékk hundinn formlega afhentan á lögreglustöðinni í dag og lýsti yfir gríðarlegu þakklæti til Kiwanismanna og velunnara. 

Nýi leitarhundurinn Rökkvi er þriðji hundurinn sem Kiwanis gefur lögreglunni og hafa þeir einkum verið notaðir til fíkniefnaleitar. Til stendur að þjálfa Rökkva einnig upp í sporaleit þannig að hundurinn nýtist einnig til leitar að fólki. Rökkvi er tæplega árs gamall labrador retriever.

Leitarhundur er eitt mikilvægasta tækið í baráttunni við fíkniefni og er lögreglan sannfærð um að hundurinn muni nýtast samfélaginu öllu en hinir tveir hundarnir sem hafa verið í þjónustu lögreglunnar hafa heldur betur sannað gildi sitt. Lögregla telur leitarhund mikilvægt tæki bæði við forvarnir og að upplýsa brot og það sem er mest um vert að koma fíkniefnum úr umferð.

Kiwanisklúbbnum eru færaðar bestu þakkir frá lögreglu og samfélaginu öllu, segir í tilkynningu lögreglu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.