Bæjarstjóri um nýja ferju:

Segir Eyjamenn orðna langþreytta á biðinni

Útboð tekur væntanlega marga mánuði

7.Janúar'16 | 14:58

Verkefnisstjórn um hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju hefur ekki skilað tillögum sínum um tilhögun útboðs á smíði og rekstri skipsins til
innanríkisráðuneytisins. Stefnt var að því fyrir áramót. Ráðherra þarf væntanlega að bera tillögurnar undir ríkisstjórn og Alþingi, áður en smíðin verður boðin út, því ekki hefur verið gengið frá fjármögnun verksins.

„Einhvern tímann verður nóg nóg. Við höfum beðið eftir nýju ferjunni frá árinu 2008 og það hefur aldrei áður verið eldri ferja í rekstri til Eyja en núverandi Herjólfur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir Eyjamenn orðna langþreytta á biðinni. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í gær.

Boðið upp á einkaframkvæmd

Verkefnisstjórn skipuð fulltrúum innanríkisráðuneytis, Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar hefur staðið fyrir hönnun og undirbúningi á útboði á nýjum Herjólfi. Útboðið verður á Evrópska efnahagssvæðinu en ekki hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að verki. Reiknað hefur verið með að boðið verði upp á tvo valkosti í auglýsingu. Annars vegar að ríkið láti smíða skipið fyrir eigin reikning og bjóði síðan reksturinn út og hins vegar að bjóða út smíði skipsins og rekstur í tiltekinn tíma sem einkaframkvæmd. Ríkið og notendur þjónustu þess greiða kostnaðinn í báðum tilvikum. Erfitt getur verið að bera saman tilboð þegar boðið er upp á tvo ólíka kosti og mun það hafa tafið vinnu við lokafrágang útboðsgagna.

Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er gert ráð fyrir að tillögurnar liggi fyrir fljótlega í mánuðinum. Þá fyrst geti ráðherra tekið ákvörðun um hvort og þá hvernig ráðist verður í útboð. Slíkt útboð tekur væntanlega marga mánuði.

Smíði skipsins mun kosta milljarða og hún hefur ekki verið fjármögnuð. Þannig eru engar fjárveitingar til hennar á fjárlögum ársins. Því er búist við að ráðherra muni leggja málið fyrir ríkisstjórn og eftir atvikum Alþingi, sem fer með fjárveitingavaldið, áður en endanleg ákvörðun um útboð verður tekin.

 

Morgunblaðið greindi frá - nánar er fjallað um málið í miðvikudagsblaðinu.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.