Fréttatilkynning frá Eyjalistanum:

Vilji minnihlutans til gagnsæis í ráðningum

6.Janúar'16 | 18:30

Gagnrýni minnihlutans á ráðningu stöðu slökkvuliðsstjóra hefur alfarið snúið að þeim þáttum er lúta að starfsháttum þeirrar ráðningar. Ekki hefur verið farið í svívirðingar, dónaskap né upphrópanir eins og meirihlutinn hefur haldið fram.

Eðlilegt var hjá minnihlutanum að leiðrétta þann misskilning sem fram hafði komið að fagráð hefði fjallað um stöðu slökkviliðsstjóra. Í stjórnsýslunni er gerð rík krafa um gagnsæi  og af góðri ástæðu. Því er nauðsynlegt að í litlum samfélögum eins og hér í Vestmannaeyjum sé öllum verkferlum við ráðningar innan stjórnsýslunnar fylgt eftir.

Skapa öryggi og trúverðugleika fyrir starfsmenn stjórnsýslunnar

Gagnsæi ráðninga er mikilvægur þáttur í ferli ráðninga ekki einungis til þess að koma í veg fyrir að ráðið sé í stöður innan sveitarfélagsins á óréttlátan hátt heldur líka til þess að skapa öryggi og trúverðugleika fyrir starfsmenn stjórnsýslunnar svo að ekki sé hægt að vega að réttmæti ráðninga starfsmanna og hæfni með sögusögnum sem getur litað framtíðar störf þeirra. Að því gefnu er því mikilvægt að þegar verið er að breyta eða hagræða stöðugildum innan stjórnsýslunnar að gagnsæi sé í hávegum haft, m.a. með því að fjallað sé um þau mál innan viðkomandi fagráðs.

Aukið gagnsæi í ráðningum kemur í veg fyrir óréttmætar sögusagnir

Í því máli sem hefur verið til umfjöllunar sl. daga hefði verið ákjósanlegast að kynna væntanlega sameiningu stöðu slökkvuliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanns í því ráði sem heldur um starfsmannamál bæjarins.

Úr því að til stóð að sameina stöðurnar aftur hefði þá ekki verið réttast að taka fram þegar staða eldvarnarfulltrúa var auglýst á sínum tíma að um tímabundna stöðu væri um að ræða? Þegar stöðurnar tvær yrðu svo sameinaðar aftur yrði starfið auglýst samkvæmt gildandi skipuriti.

Sá aðili sem ráðinn hefði verið sem eldvarnarfulltrúi gæti eins og aðrir sótt um þá stöðu. Aukið gagnsæi í ráðningum kemur í veg fyrir óréttmætar sögusagnir sem því miður skapast oft í litlum samfélögum.

Vöndum vinnubrögð okkar

Eyjalistinn vildi aðallega vekja athygli á að betur hefði mátt fara í verklagi við ráðningu nýs slökkviliðsstjóra. Góðir stjórnsýsluhættir felast í því að hinn almenni borgari upplifi að gagnsæi ríkji í framkvæmd og að skýringar séu gefnar á hagræðingu áður en henni er hrint í framkvæmd.

Vöndum okkur í framtíðinni og vinnum öll saman að kveða niður óréttmætar sögusagnir sem geta vegið að starfsheiðri manna með gagnsæum stjórnsýsluháttum.

 

Eyjalistinn

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.