Yfirlýsing vegna ummæla formanna framkvæmda- og hafnarráðs

Kynnti „sumum“ fulltrúum ráðsins fyrirhugaðar breytingar

4.Janúar'16 | 21:43

Vegna skrifa Sigursveins Þórðarsonar formanns og Jarls Sigurgeirssonar varaformanns framkvæmda og hafnarráðs, þar sem fram kemur að framkvæmdastjóri sviðsins hafi upplýst þá, formenn ráðsins, um fyrirhugaðar breytingar varðandi starf slökkviliðsstjóra. 

Það getur verið rétt, en þær voru aldrei kynntar undirrituðum, eins og kemur réttilega fram hjá formönnunum! 

Í yfirlýsingu formannana segir: 

„Því er rétt eins og fram kemur í grein framkvæmdastjóra að hann hafi kynnt fulltrúum ráðsins fyrirhugaðar breytingar og einnig er rétt eins og fram kemur í skrifum fulltrúa E-listans að „Ráðning slökkviliðsstjóra hafi aldrei verið rædd eða samþykkt af umhverfis og skipulagsráði eða hafnar og framkvæmdaráði.””

Finnst þessum ágætu formönnum rétt af framkvæmdastjóra sviðsins að segja í skrifum sínum að hann hafi kynnt fulltrúum ráðsins fyrirhugaðar breytingar ef hann hefur eingöngu kynnt þær sumum fulltrúum ráðsins? Okkur finnst það rangt og það beri einfaldlega að leiðrétta!

 

Öll laus störf skulu auglýst

Í starfsmannastefnu Vestmannaeyjabæjar segir orðrétt:

„Öll laus störf hjá Vestmannaeyjabæ önnur en afleysingarstörf skulu auglýst í samráði við viðkomandi stjórnendur.“

Væri kannski ráð að formennirnir könnuðu hvort starf slökkviliðsstjóra hefði verið auglýst til umsóknar?

Svo er líka spurning hvort ekki sé eðlilegt að ræða það í fagráðum ef sameina á störf?  Er nokkuð bannað að hafa skoðun á því?

 

 

Stefán Jónasson

Georg Arnarson 

 

Tengd frétt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%