Yfirlýsing varðandi ráðningu slökkviliðsstjóra:

Formenn framkvæmda- og hafnarráðs voru upplýstir

4.Janúar'16 | 18:19

Vegna skrifa fulltrúa E-listans um sameiningu starfs sklökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanns vilja undirritaðir taka fram að framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar upplýsti okkur um fyrirhugaðar breytingar er varða sameiningu starfs slökkviliðsstjóra og starf eldvarnareftirlitsmanns.  

Líkt og hann hélt fram í grein sinni í Eyjafréttum.is  og Eyjar.net. Þetta gerði hann, okkur til upplýsinga líkt og hann gerir með mörg önnur mál sem í gangi eru innan sviðsins, utan dagskrár, á fundum ráðsins.  Því er rétt eins og fram kemur í grein framkvæmdastjóra að hann hafi kynnt fulltrúum ráðsins fyrirhugaðar breytingar og einnig er rétt eins og fram kemur í skrifum fulltrúa E-listans að „Ráðning slökkviliðsstjóra hafi aldrei verið rædd eða samþykkt af umhverfis og skipulagsráði eða hafnar og framkvæmdaráði. „ Enda ber framkvæmdastjóra engin skylda til að leita samþykkis pólitískra fulltrúa á slíku þar sem starfsmannamál falla ekki undir valdsvið ráðsins.

Hins vegar er alrangt að halda því fram að öðru hafi verið haldið fram í fjölmiðlum. Nauðsynlegt er að pólitískir fulltrúar vandi vinnu sína og greini rétt frá.

Sigursveinn Þórðarson formaður framkvæmda og hafnaráðs

Jarl Sigurgeirsson varaformaður framkvæmda og hafnaráðs. 

 

Tengd frétt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.