60 % yfirmenn í lögreglunni í Eyjum

4.Janúar'16 | 07:17

Í gögnum frá embætti ríkislögreglustjóra má sjá að hlutfall óbreyttra lögreglumanna er langminnst hjá ríkislögreglustjóra, eða 31 prósent, 26 af 84 starfsmönnum. Í Vestmannaeyjum, sem er minnsta lögregluumdæmið, með tíu starfsmenn, eru 60 prósent yfirmenn og fjórir almennir lögreglumenn.

„Í núverandi launaumhverfi lögreglunnar er erfitt að umbuna lögreglumönnum fyrir vel unnin störf nema með stöðuhækkunum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Tæplega 41 prósent lögreglumanna á landinu gegnir yfirmannsstöðu sé tekið meðaltal starfsmanna hjá öllum níu lögregluumdæmum landsins, auk ríkislögreglustjóra.

Megn óánægja hefur verið með launakjör innan lögreglunnar, en í haust var kjarasamningur lögreglu samþykktur með miklum naumindum. Færri greiddu atkvæði með samningi en á móti, en vegna auðra atkvæða og ógildra var ekki meirihluti fyrir því að fella samninginn.

 

Fréttablaðið greindi frá.

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is