Slökkvilið Vestmannaeyja:

Láta af störfum eftir áratuga starf

3.Janúar'16 | 00:59
slokkvilid_haettir_311215

Óskar, Ragnar Þór og Þórarinn. Mynd/facebooksíða Slökkviliðsins

Nú um áramótin kvöddu þrír liðsmenn Slökkviliðs Vestmannaeyja - með samtals 128 ára starfsferil að baki. Ragnar Þór Baldvinsson slökkviliðsstjóri er einn þeirra en hann á að baki 44 ár í liðinu.

Þá kvöddu þeir Óskar Árnason og Þórarinn Sigurðsson en báðir hafa þeir starfað í 42 ár í Slökkviliðinu.

„Slökkvilið Vestmannaeyja vill þakka þeim fyrir samstarfið og þjónustuna í gegnum tíðina og óskar þeim gleðilegs árs og alls hins besta á þessum merku tímamótum" segir á facebook síðu Slökkviliðsins.

Enn hefur ekki verið tilkynnt um hver taki við starfinu af Ragnari Þór en Stefán Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri mun væntanlega stýra liðinu þar til ráðinn hefur verið nýr slökkviliðsstjóri.

 

Uppfært:

Samkvæmt heimasíðu Slökkviliðsins er Friðrik Páll Arnfinnsson nú starfandi slökkviliðsstjóri.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.