Bresk hjón urðu af risa-lottóvinningi

2.Janúar'16 | 13:58

Á Þorláksmessu hugðust hjónin Edwina og David Nylan frá Leicester kaupa sér lottómiða. Þau notuðu app til þess að kaupa miðann en fengu strax meldingu um að ekki væri næg innistæða fyrir kaupunum. Miðinn kostaði 2 pund.

Edwina segir að þá hafði þau ákveðið að leggja inn á reikninginn til þess að eiga fyrir miðanum. Hún fullyrðir að hún hafi fengið staðfestingu í appinu á því að kaupin hafi tekist. Þegar hún síðan hringdi á skrifstofu Camelot, fyrirtækisins sem heldur utan um breska lottóið, hafi hún hins vegar fengið þau svör að engin gögn væru til um kaupin.

Talsmaður Camelot hefur staðfest að hjónin hafi sannarlega reynt að kaupa miðann. Kaupin hafi aftur á móti ekki farið í gegn því aðeins hafi verið 60 pens inni á reikningnum, en miðinn kostaði 2 pund, eins og áður sagði. Aðeins sé hægt að greiða út vinninga af keyptum miðum. Hjónin sitja því eftir með sárt ennið.

Vinningstölurnar voru 01 - 02 - 04 - 19 - 28 - 41 og var fyrsti vinningur 35 milljón pund eða tæpir 4,6 milljarðar króna.

 

VB.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.