10 mest lesnu 2015
31.Desember'15 | 12:54Ef horft er yfir árið hér á Eyjar.net sem nú er að renna sitt skeið og teknar saman vinsælustu færslurnar úr þeim 1307 sem settar voru inn á árinu kemur eftirfarandi í ljós:
Sölvi Breiðfjörð skrifaði mest lesnu grein Eyjar.net á árið 2015 undir fyrirsögninni ,,Foreldrar, kennarar og börn". Í öðru sæti er grein Sveins Rúnars Valgeirssonar undir fyrirsögninni ,,Kaflinn sem vantaði í söguna alla". Að vanda voru Elítupennarnir einnig vinsælir og eru 4 af 10 mest lesnu innslögunum eftir þá.
Annars lítur topp 10 listinn svona út:
- Foreldrar, kennarar og börn – Grein Sölva Breiðfjörð.
- Kaflinn sem vantaði í söguna alla! – Innsend grein Sveins Rúnars Valgeirssonar.
- Kynferðisbrot á Þjóðhátíð – og víðar – Innsend grein Guðrúnar Jónsdóttur.
- Ábyrg umræða – Innsend grein Jóns Péturssonar.
- ,,Þessi kona“........ – Elítan, Lóa Baldvinsdóttir
- Hinsegin fólk, lífið og kirkjan! – Elítan, Páll Scheving.
- Ætlarðu ekkert að fara að hleypa uppá þig! – Elítan, Fríða Hrönn Halldórsdóttir.
- Sandurinn aldrei verið meiri – Frétt.
- Hver vill eiga fólkið mitt? – Elítan, Hrefna Óskarsdóttir.
- Náms- og starfsráðgjafi eða faglegur ráðgjafi? – Grein Helgu Tryggvadóttur.
Næstar inn
Þessar voru næstar inn á topplistann:
Virtur íslenskur skipaverkfræðingur sagði sig úr starfshópi um hönnun nýs Herjólfs – Frétt.
Á þá verður að hlusta – Hvíslið.
Þakkir
Eyjar.net þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg. Öllum þeim sem stungu niður penna. Munið að opin, málefnaleg umræða getur skapað betra samfélag.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.