Fréttatilkynning frá ÍBV:

Knattspyrnudeild ræður framkvæmdastjóra

30.Desember'15 | 14:11
oskar_j

Nafnarnir við undirskrift samningsins

Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá ráðningu Óskars Jósúasonar sem framkvæmdastjóra fyrir mfl. og 2.fl. karla ÍBV í knattspyrnu.  Óskar er 36 ára Eyjamaður og giftur Guðbjörgu Guðmannsdóttur afrekskonu í handbolta til langs tíma.  Þau eiga tvö börn Kristínu  Klöru 6 ára og Jósúa Steinar 4 ára.

Óskar er Eyjamönnum vel kunnur enda fæddur og uppalinn á Eyjunni fögru.  Hann lék sjálfur með ÍBV, Tý og Þór í gegnum alla yngri flokka og var leikmaður mfl. karla árin 1998 til 2002.

Óskar er kennaramenntaður og hefur starfað undanfarin ár sem kennari við Grunnskóla Vestmannaeyja.  Hann hefur einnig stundað mastersnám í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Það er mikið gleðiefni að hafa fengið Óskar til liðs við félagið og í það verkefni að styrkja og efla knattspyrnulið ÍBV á komandi árum.  Hann mun hefja störf síðar í janúar þegar hann hefur lokið störfum fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja.

Knattspyrnuráð ÍBV býður Óskar velkominn til starfa.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).