Fréttatilkynning:

Gamlárs-göngu/hlaupið á morgun

30.Desember'15 | 07:52

Holl hreyfing fyrir unga sem aldna, komið, takið þátt og látið gott af ykkur leiða í og á leiðinni. Hægt verður að hlaupa/ganga frá tveimur stöðum, annars vegar frá Stórhöfða og hins vegar frá Steinsstöðum. Mæting er á báðum stöðum kl: 10:45, hlaupið/gangan hefst svo kl. 11:00. stundvíslega.

Farið verður sem leið liggur niður Höfðaveg, Illugagötu, og Hlíðarveg þar sem beygt verður í austur og farið eftir Strandveginum og endað á Einsa kalda þar sem boðið verður upp á heita súpu og brauð.

Þátttökugjald er 1.500 kr., - Þátttökugjaldið rennur óskipt til Krabbavarnar Vestmannaeyjum. Met þátttaka var í hlaupinu í fyrra, er um 130 manns mættu. Þá söfnuðust 1.442.500 kr sem afhent var til Eyjarósar - Krabbavörn Vestmannaeyjum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is