Varabæjarfulltrúi E-listans skýtur föstum skotum á bæjarstjóra

29.Desember'15 | 22:09

Georg Eiður Arnarson, vara-bæjarfulltrúi Eyjalistans ritar grein hér inná Eyjar.net þar sem hann fer yfir árið frá sínum bæjardyrum séð. Óhætt er að segja að kafli hans er snýr að pólitíkinni sé áhugaverður.

Georg Eiður segir:

„Pólitíkin er farin að spila töluvert inn í mitt líf. Reyndar hafa óvenju margir spurt mig að því að undanförnu, hvort að ég sé kominn í bæjarstjórn, en svo er ekki. Ég er hins vegar í stjórn Náttúrustofu Suðurlands og í framkvæmda og hafnarráði. Í störfum mínum þar hef ég lagt fram þó nokkrar tillögur og bókanir, sem að sjálfsögðu fara síðan líka sjálfkrafa til umfjöllunar í bæjarstjórn."

 

Stefna bæjarstjórans virðist vera sú að koma einhverjum úr hirðinni í kring um sig inn í allar stjórnir og stofnanir á vegum bæjarins

Og áfram heldur Georg:

„Meirihlutinn hefur, eins og ég bjóst við, verið á móti öllum tillögum og bókunum frá okkur á Eyjalistanum og það hvarflar að mér að við á Eyjalistanum séum að vinna fyrir bæjarbúa, en meirihlutinn fyrst og fremst fyrir bæjarstjórann og þennan hóp sem er í kring um hann. Ég neyta því ekki að þetta eru viss vonbrigði, en kannski má segja sem svo að maður hafi kannski orðið töluverðar áhyggjur af því, hvernig mál eru að þróast hér í bæ, þar sem stefna bæjarstjórans virðist vera sú að koma einhverjum úr hirðinni í kring um sig inn í allar stjórnir og stofnanir á vegum bæjarins og sem dæmi um það nýjasta, þá var hlutverk skipstjórans á Lóðsinum sem vara hafnarstjóri tekið af honum og fært í aðrar hendur, að sögn vegna samskipta örðuleika og þessu til viðbótar ganga síðan sögusagnir út um allan bæ um að starf slökkviliðsstjóra, sem hættir núna um áramótin vegna aldurs, standi ekki vara slökkviliðsstjóra til boða, sem starfað hefur í slökkviliði Vestmannaeyja í yfir 40 ár, né heldur eigi að auglýsa stöðuna, heldur standi til að setja þetta mikilvæga starf í hendurnar á einhverjum úr hirðinni í kring um bæjarstjórann. En eins og staðan er í dag, þá hefur þetta mál ekki verið borið undir fagráð, en nýr slökkviliðsstjóri á samkv. öllu að taka við starfinu föstudaginn 1. janúar.
Mjög undarleg vinnubrögð þetta og það getur ekki verið holt fyrir nokkurt bæjarfélag að allir þeir sem fara með ábyrgðarstöður á vegum bæjarins koma úr einhverjum þröngum hóp og maður spyr sig, hvað gerist ef upp koma mál þar sem fólk lendir hugsanlega í þeirri aðstöðu að vera á móti skoðunum bæjarstjórans?"

 

Þetta fer aldrei í gegn

„Að vissu leyti get ég svarað þessu sjálfur og gerði það í raun og veru í grein í apríl s.l. þar sem ég fjallaði um tillögur frá bæjarstjóranum á borði stjórnar Náttúrustofu suðurlands, sem ég ætla ekki að endurtaka hér, en langar að gefnu tilefni að hafa eftir orð eins fulltrúa meirihlutans í stjórninni, sem sagði þetta fyrir ári síðan: Hva, er eitthvað að þessu? 
Eftir mótmæli og ábendingar hjá mér kom sami aðili með þetta ári síðar á fundi í nóvember s.l.: Þetta fer aldrei í gegn." segir í lok kaflans er snýr að pólitíkinni.

 

Alla grein Georgs má lesa hér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).