Stuðningur þinn skiptir máli

"Án flugeldasölunnar væri félagið ekki í stakk búið að takast á við þau verkefni sem felast í því að vera björgunarfélag"

- segir formaður félagsins

28.Desember'15 | 23:21

Í dag opnaði flugeldamarkaður Björgunarfélags Vestmannaeyja að Faxastíg og verður hann opinn daglega fram á gamlársdag. Flugeldasalan er stærsta fjáröflunarleið Björgunarfélagsins og félaginu því mjög mikilvæg.

Eyjar.net hafði samband við Adolf Þórsson, formann Björgunarfélags Vestmannaeyja og ræddi við hann um flugeldasöluna í ár.
 
Hversu mikilvæg er flugeldasalan björgunarfélaginu?
,,Hún er undirstaðan í rekstri félagsins og án hennar væri félagið ekki í stakk búið að takast á við þau verkefni sem felast í því að vera björgunarfélag. Félagið rekur öflugt nýliðastarfs ásamt því að björgunarfélagið rekur björgunarbátinn Þór. Félagið treystir á þessa fjáröflunarleið og hafa bæjarbúar staðið þétt að baki okkur og erum við þakklátir fyrir stuðning þeirra á hverju ári" sagði Adolf Þórsson.
 
Adolf segir einnig að samvinna bæjarbúa og Björgunarfélagsins sé einföld. Bæjarbúar geta treyst á Björgunarfélagið allan sólarhringinn allt árið og Björgunarfélagið geti treyst á bæjarbúa í flugeldasölunni. Án flugeldasölunnar væri Björgunarfélagið ekki jafn öflugt hvað tæki varðar og þjálfun félaga væri miklu minni. Það kostar mikla peninga bæði fyrir Björgunarfélagið sjálft og einnig fyrir félaga þess kaupa þann útbúnað sem þarf að vera til staðar ef til útkalls kemur.

Nýverið fékk Björgunarfélagið útkallsbeiðni þar sem báturinn Brandur var að brenna austur við Bjarnarey. Einungis fjórum mínútum eftir að Neyðarlínan sendir út útkallsbeiðnina er búið að leysa landfestar á Björgunarbátnum Þór og hann fer af stað í útkallið. Þessi viðbragðstími er gott dæmi um það hversu vel meðlimir Björgunarfélagsins eru þjálfaðir og eru fljótir af stað þegar kallið kemur.
 
Eru einhverjar nýungar í ár sem vert er að skoða?
Síðustu ár hafa tertur komið gríðarlega sterkar inn og er verið að bæta inn nýjum tertum á hverju ári. Terturnar eru í raun og veru litlar flugeldasýningar í pappakössum. Hægt er að finna t.d. tertur með miklum og fallegum ljósum og einnig sem eru með sérstaklega mikið af sprengjum en minni ljós.
 
„Ég vil meina að hver terta séu eins og fallegt tónverk, allt frá fögrum tónum Sinfóníuhljómsveitar Íslands upp í þunga tóna Skálmaldar.  Kappa terturnar eru svipaðar allt frá fallegri og rómantískri ljósadýrð upp í miklar sprengingar” segir Adolf dreyminn á svip. Áfram verða hinir vinsælu fjölskyldupakkar til sölu og það eiga allir finna flugelda og skotkökur við sitt hæfi. Einnig minnti hann á að mikilvægt er að farið sé varlega með flugelda og hlífðargleraugu séu nauðsynlegur búnaður bæði á börn og fullorðna.
 
Hvernig er veðurspáin fyrir áramótin?
„Spáin er góð, hæglætisveður að suðaustan. Veðrið á gamlárskvöld síðustu ára hefur verið frábært, það verður þannig einnig í ár” sagði Adolf Þórsson að lokum.
 
Opnunartíminn er sem hér segir:
 
Mánudagurinn 28.des 13:00 - 21:00
Þriðjudagurinn 29.des 10:00 - 21:00
Miðvikudagurinn 30.des 10:00 – 21:00
Fimmtudagurinn 31.des 09:00 – 16:00
 
Föstudagur 8.jan 13:00 - 19:00
adolf

Adolf Þórsson

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.