Heilbrigðisstofnunin í Eyjum:

Enginn fastráðinn svæfingalæknir

Þó viðbót við þjónustu m.v. árið á undan

23.Desember'15 | 07:38

Eyjar.net setti sig í samband við Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að kanna hvort ráðinn hafi verið svæfingalæknir við stofnunina hér í Eyjum. Ekki þarf að fjölyrða um hversu miklu það breytir að hafa hér lækni sem er með slíka menntun. Til að mynda vegna fæðinga, sem að hefur fækkað til mikilla muna hér í Eyjum eftir að slíkur læknir hætti að hafa hér fasta viðveru - með tilheyrandi kostnaði fyrir verðandi foreldra.

„Nei, enginn fastráðinn svæfingalæknir. Það hafa komið inn svæfingalæknar í afleysingar á heilsugæslu- og sjúkrahúsvakt í samtals 4 vikur seinni part 2015 og eins og útlitið er núna verða það 3 vikur á fyrri hluta 2016. Takmarkað framboð er á slíkum starfskrafti í þessar afleysingar." segir Herdís.

Þá segir hún að framkvæmdastjóri lækninga hefur reynt að taka inn svæfingalækni þegar slíkur býðst og að sjálfsögðu hefur verið reynt að nýta þekkingu þeirra þegar þeir koma en óvíst er með framhaldið á slíkri afleysingu, fer eftir framboði. Þetta þýðir samt að í vetur er hægt að bjóða upp á aðgerðir í svæfingu á dagvinnutíma af og til sem er viðbót við þjónustu m.v. árið á undan – og vonandi verður framhald á.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).