Lögbann á uppsetningu girðingar

22.Desember'15 | 14:56
heidarvegur_husasmidja

Þetta eru lóðarmörkin sem um ræðir

Eyjar.net hafa undir höndum úrskurð Sýslumannsins í Vestmannaeyjum þar sem lagt er lögbann við frekari girðingum á lóðarmörkum Heiðarvegs 10 þar sem verslunin Toppurinn var til húsa.  

Lóðarhafa er hins vegar ekki gert að fjarlægja þær girðingar sem nú er á lóðarmörkum Heiðarvegs 10 til norður og suðurs, en er sem sagt ekki heimilt að girða frekar á lóðarmörkum án leyfis byggingaryfirvalda.

Forsaga máls þessa er sú að fyrir nokkru skipti fasteignin að Heiðarvegi 10 um eigendur.  Nýr eigandi reisti bráðabirgðar-girðingu á lóðarmörkum lóðarinnar til suðurs, norður og vesturs.  Girðingin til vesturs var síðan fjarlægð, í bili a.m.k. 

Vestan við Heiðarveg 10 er Húsasmiðjan en sú fasteign er í eigu byggingarfélagsins Steina og Olla ehf. sem leigja Húsasmiðjunni eignina, þ.m.t. lóð og bílastæði.  Svo virðist hins vegar sem að lóð fasteignarinnar að Heiðarvegi 10 nái sem næst að bílastæðum Húsasmiðjunnar þannig að ef lóðin að Heiðarvegi 10 er girt þá sé lítið sem ekkert pláss fyrir aðkomu bíla að bílastæði Húsasmiðjunnar.  Þetta mun án efa skapa mikil vandræði við Húsasmiðjuna og viðskiptavini hennar.

Líklegt er að máli þessu sé hvergi nærri lokið en umhverfis- og skipulagsráð tók í gær til umfjöllunar beiðni lóðarhafa að Heiðarvegi 10 að girða lóðina í lóðarmörkum.

Heiðarvegur 10. Umsókn um byggingarleyfi, girðingar.
Gísli Ingi Gunnarsson f.h. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir að girða í lóðarmörk sbr. innsend gögn. Fyrir liggur afstaða slökkviliðsstjóra.
 
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og óskar eftir umsögn frá vinnuhópi um umferðarmál og umsögn lóðarhafa aðilggjandi lóða. Ráðið bendir umsækjanda á að fjarlægja girðingar sem settar hafa verið í lóðarmörk þar til afgreiðsla erindis liggur fyrir.

 

Eyjar.net munu fylgjast með málinu og færa fréttir af framvindu.

 

Þessu tengt.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.