Herjólfur yfir 300.000 farþega í ár

22.Desember'15 | 16:51
Í dag fór fjöldi farþega Herjólfs í fyrsta skiptið yfir 300.000. Farþegi nr. 300.000 heitir Guðrún María Stefánsdóttir og er búsett á Eyjunni fögru. Guðrún María kom um borð í Herjólf í dag í Þorlákshöfn í ferð til Eyja 11:45 og var farþegi nr. 50 að ganga um borð og fylgdist Hallgrímur Hauksson skipstjóri vel með fjöldanum.

Af þessu tilefni færði Eimskip/Herjólfur henni gjafir sem voru ferðir með Herjólfi, tvo miða á hina glæsilegu Eyjatónleika „Þar sem hjartað slær“ sem verða 23. janúar í Hörpu n.k., hótelgistingu á Arnarhvoli sem er í næsta húsi við Hörpuna og kvöldverður fyrir tvo á SKY veitingastaðnum á efstu hæðinni í Arnarhvoli auk gjafakörfu með allskonar jólagóðgæti úr Vöruvali í Vestmannaeyjum og að sjálfsögðu konfekt og blóm.

Á myndinni eru auk Guðrúnar Maríu börnin hennar tvo, Víkingur Ari og Perla Kristín, Hallgrímur Hauksson skipstjóri Herjólfs, Rannveig Ísfjörð afgreiðslustjóri Herjólfs í Vestmannaeyjum og Gunnlaugur Grettisson forstöðumaður ferjurekstrar Eimskips.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.