Vistvæn orkuframleiðsla rædd í bæjarstjórn

20.Desember'15 | 10:16
IMG_4846

Frá fundi bæjarstjórnar

Bókað var á víxl hjá minni- og meirihluta bæjarstjórnar vegna máls sem var til umfjöllunnar á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Forsaga málsins er sú að Georg Eiður Arnarson lagði þar fram tillögu um skipun nefndar undir forystu bæjarstjóra sem kanna átti möguleika Eyjamanna á vistvænni orkuframleislu í framtíðinni.

Bókun Georgs í framkæmda og hafnarráði var sem hér segir:

Möguleikar Eyjamanna á vistvænni orkuframleiðslu í framtíðinni
Sett verði saman nefnd undir forystu bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, ásamt fulltrúum bæjarins og hagmunaaðilum, með það að markmiði að kanna og fylgjast með í framtíðinni, hvaða tækifæri við Eyjamenn höfum á hugsanlegri framleiðslu á vistvænni orku og líka hvernig hægt væri að nota hana, þar með talið virkjun með vindorku, virkjun strauma og sjávarfalla.
Erindinu er hafnað með fjórum atkvæðum gegn einu.

 

Við afgreiðslu bæjarstjórnar voru lagðar fram tvær bókanir. Fyrst var það bókun frá minnihlutanum:

Eyjalistinn skorar á að bæjarstjórn fari í það að kanna möguleika Vestmannaeyja á vistvænni orkuframleiðslu. Mælt sé með því að Þekkingarsetrinu verði falið að útbúa hóp með það að markmiði að kanna og greina þau tækifæri sem Vestmannaeyjar hafi í mögulegri framleiðslu á vistvænni orku. Einnig sé mælt með því að byrjað verði á því verkefni að setja upp rafmagnstengil fyrir vistvæna bíla í Vestmannaeyjum.
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir
Stefán Óskar Jónasson
 

 

Meirihluti D-lista lagði fram svohjóðandi mótbókun:

Meirihlutinn telur þá leið sem Eyjalistinn vill fara í þessu máli ranga og í raun ekki mögulegt að fela einhverju ákveðnu fyrirtæki eða stofnun að fara í að greina tækifæri á þessu sviði nema þá greiða fyrir það sérstaklega. Málefnið er jafnframt í umræðu og vinnslu hjá stýrihópi sem hefur það verkefni að endurskoða aðalskipulag Vestmannaeyjabæjar og telur meirihlutinn verkefnið vera í réttum farvegi þar.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Elliði Vignisson
Páll Marvin Jónsson
Birna Þórsdóttir
Trausti Hjaltason

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.