Fjallað um Pompeii Norðursins

Vestmannaeyjar fá glæsilega kynningu á heimasíðu Wired

19.Desember'15 | 17:15

„Landið rís“ er heiti á grein sem birtist á vefsíðu tímaritsins Wired. Í greininni fer blaðamaðurinn Taylor Glascock fögrum orðum um eyjurnar fögru og hefst greinin á því að bera Vestmannaeyjar saman við Pompeii með orðunum: „Ekki eins frægar, en alveg jafn ótrúlegar“.

Greinin fjallar að mestu leyti um eldsumbrotin í janúar 1973 og er fjallað um reynslu nokkra íbúa sem upplifðu hamfarirnar. Ljósmyndir Peter Holliday leika lykilhlutverk í umfjölluninni. Hann heimsótti Vestmannaeyjar fyrst sumarið 2014 og varð svo heillaður af staðnum og íbúunum að hann kom aftur í janúar árið 2015 til þess að ljósmynda það sem fyrir augu bar. Hann dvaldi í Eyjum í sjö mánuði og myndirnar sem birtast í Wired eru afrakstur þeirra vinnu.

Sjón er sögu ríkari

 

Dv.is greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.