Landeyjahöfn:

Stofn­kostnaður orðinn 5,4 millj­arðar

19.Desember'15 | 08:43

Stofn­kostnaður við Land­eyja­höfn frá ár­inu 2007 nem­ur alls um 5,4 millj­örðum króna. Kostnaður við sand­dæl­ingu frá því höfn­in var opnuð, alls tæp­ir 2 millj­arðar kr., er bók­færður hjá rík­inu sem stofn­kostnaður og er því inni í upp­hæðinni.

Land­eyja­höfn var tek­in í notk­un um mitt ár 2010. Í lok þess árs var stofn­kostnaður­inn 3,5 millj­arðar króna. Síðan hef­ur bæst við kostnaður við lokafrá­gang og sand­dæl­ingu, 300 til 600 millj­ón­ir króna á ári, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um rekst­ur hafn­ar­inn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Ráðist hef­ur verið í óvenju­mikla dýpk­un í ár, sér­stak­lega svo­kallaða viðhalds­dýpk­un. Í svari Vega­gerðar­inn­ar við fyr­ir­spurn Ásmund­ar Friðriks­son­ar alþing­is­manns kem­ur fram að dælt hef­ur verið upp 770 þúsund rúm­metr­um af sandi. Þar af hef­ur fyr­ir­byggj­andi dýpk­un numið 350 þúsund rúm­metr­um og viðhalds­dýpk­un 420 þúsund rúm­metr­um.

 

Mbl.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%