SASS segir upp starfsmönnum

18.Desember'15 | 16:57

Samband sunnlenskra sveitarfélaga bauð í gær 5 af 13 starfsmönnum sínum starfslok. „Við ætlum að breyta hér verklagi, styrkja frekar félög og stofnanir okkur tengdar og færa krafta út í sveitarfélögin. Uni starfsmenn ekki þeim starfslokum sem við bjóðum þeim, segjum við þeim upp“, segir Gunnar Þorgeirsson formaður SASS.

Gunnar segir að það lengi hafa verið til umræðu innan samtakanna að starfið fari meira fram í sveitarfélögunum, en ekki allt á Selfossi. „Við viljum styrkja aðkomu okkar að þekkingarsetrunum í Vestmannaeyjum og á Höfn, að Háskólafélagi Suðurlands og Markaðsstofu Suðurlands. Stjórn SASS er einhuga í þessari ákvörðun“. Gunnar segir að bættar samgöngur á Suðurlandi, ekki síst til Vestmannaeyja, hafi breytt öllum forsendum. „Við höfum skoðað það alvarlega að selja húsnæði okkar hér á Austurvegi 56“. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

Nýr framkvæmdastjóri, Bjarni Guðmundsson, tók til starfa hjá SASS fyrir ári. Hann vildi ekki tjá sig um uppsagnir starfsmanna þegar eftir því var leitað í dag en vísaði á formann samtakanna. Samkvæmt upplýsingum Fréttastofu hefur samstarf á skrifstofunni á köflum verið stirt undanfarið ár. „Það hefur vissulega orðið ágreiningur í starfinu innandyra“, segir Gunnar Þorgeirsson. „En ég vil ekki kalla það deilur. Það verða auðvitað breytingar á verklagi með nýjum mönnum“.

Formaðurinn segir að áfram starfi 8 manns á skrifstofu SASS á Selfossi. „Hér verða þrír sem þjóna hlutaðeigandi stofnunum. Þrír vinna við ART-verkefnið sem við treystum að haldi áfram. Einn verður tengiliður við útstöðvar okkar og svo framkvæmdastjórinn“.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%