Samgöngumál rædd í bæjarráði

Nýsmíðin á að þola þriggja og hálfs metra samfellda ölduhæð

við siglingar inn í Landeyjahöfn.

15.Desember'15 | 14:08

Bæjarráð ítrekar fyrri ályktanir um að tafarlaust þurfi að ráðast í nýsmíði nýrrar Vestmannaeyjaferju og smíðatíma hennar nýttur til að gera nauðsynlegar úrbætur á Landeyjahöfn. Þetta segir í bókun ráðsins. Þá kemur fram að á næstu vikum sé von á niðurstöðu könnunnar á afstöðu bæjarbúa til samgangna.

Ekki eingöngu er sú ferja sem nú siglir orðin sú elsta sem þjónustað hefur frá því að daglegar siglingar hófust milli lands og Eyja heldur er hún hönnuð til siglinga sem eru mjög ólíkar því sem eru við Landeyjahöfn.

Samfélagið í Vestmanneyjum hefur nú verið í óvissu hvað samgöngur á sjó varðar langt umfram það sem eðlilegt má telja og mikilvægt að þeirri óvissu ljúki.

Bæjarráð fagnar því að líkan af nýrri Vestmannaeyjaferju hafi komið vel út úr líkansprófun og teljist nú fullhönnuð og ítrekar kröfu sína um að smíðin verði boðin út tafarlaust. Skipið hefur meðal annars verið reynt miðað við þriggja og hálfs metra samfellda ölduhæð, sem skipið á að þola við siglingar inn í Landeyjahöfn.

Miðað við þær upplýsingar sem bæjarráð hefur þá er hinni endanlegu hönnun nýs Herjólfs þannig að skipið verður 69 metra langt og 15 metra breitt, litlu minna en gamla skipið og munar raunar aðeins einum metra í lengd og breidd. Nýja skipið mun samt taka jafn marga farþega á veturnar en núverandi ferja en fleiri á sumrin eða allt að 540. Hönnunin gerir einnig ráð fyrir 36 kojum en samkvæmt núgildandi reglugerð er ekki heimilt að vera með farþegaaðstöðu undir sjólínu. Þá er bíladekkið umtalsvert stærra eða 320 lengdarmetrar í stað þeirra 260 sem nú eru og tekur því allt að 75 fólksbíla í ferð.

Í framhaldi af fyrirspurn Stefáns Óskars Jónassonar var bæjarráð upplýst um að á næstu vikum sé von á niðurstöðu könnunnar á afstöðu bæjarbúa til samgangna sbr. ákvörðun bæjarráðs á fundi nr. 2997 frá 17. febrúar sl, segir í bókun bæjarráðs.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.