Hampiðjan:

Óska eftir aðstöðu fyrir átaksvindu

12.Desember'15 | 10:30

Við sögðum frá því í gær að Hampiðjan hygðist opna hér verkstæði og verslun. Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni var tekin fyrir ósk Hamiðjunnar um aðstöðu fyrir átaksvindu á hafnarsvæði.

Ólafur Snorrason framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ segir átaksvinduna þá er Hampiðjan óskar eftir að koma upp átaksvindu til að strekkja togtaugar skipa. Þetta er að ryðja sér til rúms í æ ríkara mæli og er aukning á þjónustu við fiskveiðiflotann. Búið að setja svona vindu upp í starfsstöð Hampiðjunar í Danmörku.  Það þarf að steypa niður undirstöður sem síðan eru lokaðar af.  Svo þegar á þarf að halda er komið með vinduna á staðinn.

Framkvæmdastjóra og byggingarfulltrúa var falið að útfæra þetta með Hampiðjunni að gefnu samþykki Umhverfis- og skipulagsráðs.


 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.