Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu

12.Desember'15 | 23:57

Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun og telst nú fullhönnuð. Formaður stýrihóps vonast til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. Nýtt skip sem hentaði betur Landeyjahöfn en gamli Herjólfur var raunar ein helsta forsenda hafnargerðarinnar umdeildu. 

Hönnun nýs Herjólfs er nú lokið og samkvæmt teikningunum mun skipið líta svona út. Það verður 69 metra langt og 15 metra breitt, litlu minna en gamla skipið og munar raunar aðeins einum metra í lengd og breidd. Nýja skipið mun samt taka jafn marga farþega, eða 540, og allt að 70 fólksbíla. 

Sex metra líkan af skrokknum hefur nú staðist prófanir í rannsóknarstöð í Danmörku. Það var meðal annars reynt miðað við þriggja og hálfs metra samfellda ölduhæð, sem skipið á að þola við siglingar inn í Landeyjahöfn. Í fréttum Stöðvar 2 voru myndirnar sýndar hægt en þannig má betur gera sér grein fyrir hvernig skipið fer í gegnum öldurnar við síkar aðstæður. Jóhannes Jóhannesson, skipaverkfræðingur og ráðgjafi, segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á góða stýriseiginleika og stefnufestu og hafi skipið komið mjög vel út.

Líkansprófanirnar leiddu meðal annars í ljós að hæfni þess til að ráða við Landeyjahöfn skertist ekki þótt skipið væri lengra en áður var ráðgert. Var því ákveðið við lokahönnun að lengja það um fjóra metra. 

Útboðsgögn eru að verða tilbúin og vonast Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um verkefnið, til að smíði ferjunnar verði boðin út öðru hvoru megin við áramótin, eða innan eins mánaðar. Gangi það eftir er miðað við að nýr Herjólfur verði kominn í notkun vorið 2018. Kostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna. 

Við útboðið verður boðið upp á tvo valkosti; að ríkið eigi skipið eða að bjóðandi bæði eigi og reki skipið.  

 

Vísir.is greindi frá.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).