Miklar skemmdir er hluti þaksins fauk af

8.Desember'15 | 13:41
Smaragata_081215_hvati

Mynd: Sighvatur Jónsson/RÚV

Fulltrúar tryggingafélaga og iðnaðarmenn hafa í morgun skoðað skemmdir á húsi í Vestmannaeyjum. Þakið sviptist af einu herbergja hússins skömmu eftir að íbúi gekk þaðan út. Honum og öðrum íbúa var komið í skjól hjá ættingjum í nótt. Eftir á að koma í ljós hversu miklar skemmdirnar á húsinu eru.

Hluti þaksins fauk af, sem fyrr segir, og stór hluti þaksins virðist laus. Ranglega var sagt í fréttum í gærkvöld að þakið hefði svipst af húsinu og lent í heilu lagi í garði í grenndinni. Hið rétta er að hluti þaksins losnaði og fauk í veðurhamnum í Vestmannaeyjum í gær.

Allt er á tjá og tundri í herberginu hvers þak hvarf að hluta. Hluti innbúsins hefur verið færður til í húsinu. Þó er ljóst að miklar skemmdir hafa orðið þarna, vatnstjón til viðbótar foktjóni.

 

Rúv.is sagði frá. Nánar um málið hér.

smaragata_tjon_2015_hvati

Mynd: Sighvatur Jónsson/RÚV

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.