Hættustigi aflétt í Eyjum

8.Desember'15 | 06:40

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum óskaði eftir því við RLS að hættustigi almannavarna yrði aflétt í Vestmannaeyjum um klukkan eitt í nótt. Veðrið hefur gengið mikið niður og spáin gerir ráð fyrir vindi rétt yfir 20 m/sek úr suð- og suðaustan nú í morgunsárið. Óvissustig mun gilda þar til veðrinu hefur að fullu slotað.

Rétt er þó að vara við mikilli hálku sem er á öllum götum bæjarins en glerhált er nánast allstaðar sem gerir færð erfiða bæði fyrir bifreiðar og gangandi vegfarendur. Starfsmenn bæjarins munu vinna að hálkueyðingu snemma morguns verði aðstæður til þess, segir í tilkynningu frá lögreglustjóra.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.