Stofnun háskóladeildar frá HR og HA

Grunnfjármögnun tryggð

í frumvarpi til fjárlaga

7.Desember'15 | 09:49

Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2016 frá meirihluta fjárlaganefndar hefur tekist að tryggja grunnfjármögnun á stofnun háskóladeildar frá HR og HA hér í Vestmannaeyjum og er gert ráð fyrir því að kennsla geti hafist haustið 2016 (næsta haust). 

Nýja námslínan sem spannar þrjár annir (haust, vor og sumar) gefur diplómapróf í haftengdri nýsköpun sem nýtist bæði fólki sem ekki ætlar í frekara nám en vill auka rekstarþekkingu sína og jafnvel stofna eigið fyrirtæki sem og fólki sem ætlar í meira nám. Námið hér í í Eyjum getur því í raun orðið fyrsta þrepið í þeim tröppugangi sem háskólanám gjarnan er.  Þannig verður hægt að nýta fengnar einingar úr náminu hér sem eitt ár í grunnnámi (B.Sc.) á háskólastigi á sviði td. viðskiptafræði, verkfræði, og sjávarútvegsfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri.

Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að áfangarnir sem hér verða kenndir samanstandi t.d. af markaðsfræði, reikningshaldi, rekstrargreiningu, rekstrarstjórnun, vinnslutækni, nýsköpun og stofnun fyrirtækja, veiðitækni og margt fleira. Allt námið verður uppbyggt sem staðarnám og fer að öllu leyti fram í Eyjum. Við erum núna að undirbúa kynningu bæði á landsvísu sem og hér í Eyjum.

Ætlum að taka stór skref á stuttum tíma

„Þetta er okkur náttúrulega afar mikilvægt og eitt af þeim púslum sem við þurfum að raða upp ef við ætlum að ná að þróa Vestmannaeyjar áfram sem þekkingarsamfélag. Þessi aðkoma ríkisins er okkur mikil hvatning til að stíga enn fastar fram í þessari uppbyggingu.  Þannig höfum við þegar hafið undirbúning að stofnun Sjávarklasa í gömlu Fiskiðjunni, uppbyggingu og eflingu Þekkingarseturs Vestmannaeyja, aukinni fagaðkomu að ferðaþjónustu og margt fleira.  Þá höfum við mikinn vilja til að hefja iðnmenntun í Vestmannaeyjum til fyrri vegs og virðingar.  Framtíðin veltur á menntun, þekkingu og nýsköpun auk svo af sjálfsögðu greiðum samgöngum og öflugum fjarskiptum.  Hvorki í þessum málum né öðrum ætlum við að gefa þumlung eftir heldur þvert á móti að gera það að keppikefli okkar taka stór skref á stuttum tíma." segir Elliði Vignisson í samtali við Eyjar.net.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).