Brjálað veður í Eyjum - þak fauk í heilu lagi

7.Desember'15 | 19:23

Mynd: Úr safni

Liðsmenn í Björgunarfélagi Vestmannaeyja voru kallaðir út nú fyrir skömmu eftir að tilkynning barst um að þak væri að fjúka við Smáragötu. Rúða sprakk í húsi við sömu götu. Vonskuveður er í Eyjum um þessar mundir - 37 metrar á sekúndu samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Björgunarfélagið hafði engan tíma til að svara fyrirspurn fréttastofu. Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, upplýsti í kvöldfréttum sjónvarps að eitt hús hefði verið rýmt í bænum - það stæði við Smáragötu.

Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélagsins, sagðist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hvað væri að gerast þarna - menn væru að reyna berja sig í gegnum vindinn. „Það er brjálað veður,“ segir Adolf.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að þak af íbúðarhúsi við Smáragötu hafi fokið af og lenti í heilu lagi á lóð rétt hjá. Húsið er stórskemmt og ekki talið öruggt fyrir björgunarmenn að fara nálægt því. Íbúarnir hafa verið fluttir í skjól og verið er að aðvara eigendur nærliggjandi húsa. Tilkynningar hafa borist um fleiri laus þök og fokverkefni.

 

Rúv.is greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.