Brjálað veður í Eyjum - þak fauk í heilu lagi

7.Desember'15 | 19:23

Mynd: Úr safni

Liðsmenn í Björgunarfélagi Vestmannaeyja voru kallaðir út nú fyrir skömmu eftir að tilkynning barst um að þak væri að fjúka við Smáragötu. Rúða sprakk í húsi við sömu götu. Vonskuveður er í Eyjum um þessar mundir - 37 metrar á sekúndu samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Björgunarfélagið hafði engan tíma til að svara fyrirspurn fréttastofu. Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, upplýsti í kvöldfréttum sjónvarps að eitt hús hefði verið rýmt í bænum - það stæði við Smáragötu.

Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélagsins, sagðist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hvað væri að gerast þarna - menn væru að reyna berja sig í gegnum vindinn. „Það er brjálað veður,“ segir Adolf.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að þak af íbúðarhúsi við Smáragötu hafi fokið af og lenti í heilu lagi á lóð rétt hjá. Húsið er stórskemmt og ekki talið öruggt fyrir björgunarmenn að fara nálægt því. Íbúarnir hafa verið fluttir í skjól og verið er að aðvara eigendur nærliggjandi húsa. Tilkynningar hafa borist um fleiri laus þök og fokverkefni.

 

Rúv.is greindi frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.