Úttekt:

Mikil þörf á bættri aðstöðu skemmtiferðaskipa

Skipunum fölgar ár frá ári

3.Desember'15 | 11:50

Næsta sumar stefnir enn í fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja. Alls eru 42 skemmtiferðaskip bókuð með viðkomu hér á næsta ári. Í ár voru skipin 39 talsins. 8 þeirra hættu við viðkomu hér vegna veðurs.

6 skipanna voru á legu í ár en 12 þeirra sem höfðu bókað sig voru á legu. Á næsta ári er 13 þeirra 42ja skipa sem bókuð eru á legu. Þetta sýnir hvað mikilvægt er að byggð verði stórskipahöfn hér, en við það myndi skipum fjölga því áhuginn á Vestmannaeyjum er mikill, að því er aðilar í ferðaþjónustu fullyrða í samtali við Eyjar.net.

Hafnarstjórin á Ísafirði sagði í fréttum í fyrra að skipin sem þangað koma skilji 500 milljónir eftir í bænum. Hafnarstjórinn á Akureyri sagði í viðtali að árið 2012 hafi hafnarsjóður einn haft á annað hundrað milljónir í innkomu vegna 65 skemmtiferðaskipa, en hafa ber í huga að þeir geta tekið á móti öllu stærðum skipa.

Stærsta skipið sem boðað hefur komu sína næsta sumar er Crystal Symphony, 51.044 tonn, en það skip var bókað tvisvar í ár en kom einungis í annað skiptið. Minnsta skipið er National Geographic Explorer sem kom einu sinni í ár en hefur komið hingað mörg undanfarin ár.

 

Hvar er málið statt?

Síðustu mánuði hefur framkvæmda- og hafnarráð fjallað um málið, án þess að komast að niðurstöðu. Síðasta bókun ráðsins um málið var þann 3. nóvember s.l. Þá var eftirfarandi bókað:

Bætt aðstaða fyrir móttöku skemmtiferðaskipa
Framhald fyrri umræðu. Á fundi ráðsins 29.september 2015 var bókað. "Ráðið þakkar framkvæmdastjóra fyrir framlögð gögn. Ráðið telur nauðsynlegt að skoða alla möguleika áður en ákvörðun verður tekin.
Ljóst er að aukin umsvif í Vestmannaeyjahöfn hafa þrengt verulega að starfsemi við höfnina. Ráðið óskar eftir því við framkvæmdastjóra að kannaður verði kostnaður við nauðsynlegar rannsóknir vegna hugsanlegs legukants í Skansfjöru.". Framkvæmdastjóri upplýsti ráðið um að umbeðnar upplýsingar hefðu ekki enn borist.
 
 Ráðið samþykkir að á meðan ekki liggja fyrir þær uppýsingar sem óskað hefur verið eftir varðandi möguleika á bættri aðstöðu fyrir móttöku skemmtiferðaskipa í Vestmannaeyjum, sé ekki tímabært að taka ákvörðun þessa efnis. Ráðið bendir á fyrri bókun og ítrekar ósk sína um kostnaðarmat á aðstöðu í Skansfjöru.
 
Samþykkt með 4 atkvæðum.
 
Georg Eiður Arnarson óskar eftir að bóka.
 
Stefnt verði að því að koma upp flotbryggju með landgangi við Eiðiðsfjöru, strax næsta sumar. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir og ræða við hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni, sem hafa áhuga á að nýta sér flotbryggjuna í suðlægum áttum, með það í huga, að í staðinn komi þeir að, eða sjá um, uppbyggingu á aðstöðu á Eiðinu. Ekki er gert ráð fyrir að ferðamenn fari gangandi frá Eiðinu og framkvæmdastjóra því falið að ræða við ferðaþjónustuaðila um það mál.

 

Hér að neðan má sjá lista yfir þau skip sem væntanleg eru á næsta ári til Eyja og hver þeirra munu ekki koma í höfn.

Á morgun mun Eyjar.net halda áfram umfjöllun um málið og ræða við Andrés Þ. Sigurðsson, yfirhafnsögumann hjá Vestmannaeyjahöfn um málið.

 

 

 


 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.