Ný félagsaðstaða eldri borgara tekin í gagnið

2.Desember'15 | 07:15

Eldri borgarar í Vestmannaeyjum létu slagviðri ekki á sig fá í gær frekar en aðra daga, og fjölmenntu við vígslu nýrrar félagsaðstöðu eldri borgara á 3. hæðinni í Kviku.

Aðstaðan býður upp á möguleika á fjölbreyttu tómstundastarfi og mun félag eldri borgara og Vestmannaeyjabær í sameiningu sjá um að öflug starfsemi verði í aðstöðunni. Glæsilegir tónar heyrðust frá sönghópum eldri borgara og púttvöllurinn var vígður með því að formaður eldri borgara félagsins og bæjarstjóri kepptust við.

Vestmannaeyjabær er ákaflega stoltur af því að geta stutt svo myndarlega við félag eldri borgara og ekki síður erum við stolt af því hversu öflugt eldra fólkið okkar er, segir í frétt frá Vestmannaeyjabæ.

Myndin er fengin af facebook-síðu Vestmannaeyjabæjar þar sem finna má fleiri myndir frá vígslunni.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.