Vestmannaeyjar - Höfuðborgarsvæðið

Íbúafjöldaþróun - samanburður

1.Desember'15 | 06:30

Íbúafjöldaþróun á landinu er oft til umræðu. Eyjar.net skoðaði hvernig málin hafa þróast hér í Eyjum síðustu árin og eins hvernig höfuðborgarsvæðið hefur vaxið ár frá ári. Það hlýtur að vera áhyggjuefni hversu samþjöppun fólks er mikil á suðvesturhorninu og ekkert virðist ganga að sporna við þessari þróun.

Íbúafjöldaþróun á Íslandi

Þróunin á landinu hefur verið með ákaflega mismunandi hætti á landinu undanfarin ár. Stóru línurnar eru þó að fólki hefur fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Nokkur stöðugleiki hefur verið í íbúafjöldaþróun á Akureyri og í allra næsta nágrenni og á mið-Austurlandi. Víðast hvar annars staðar hefur fólki fækkað, með undantekningum þó. Byggðastofnun hefur m.a það hlutverk að fylgjast með þessari þróun, enda ein af grunnforsendum varðandi gerð áætlana um þróun og styrkingu byggða á Íslandi.

 

Íbúafjöldaþróun í Vestmannaeyjum.

Ef Vestmannaeyjar eru skoðaðar sérstaklega má sjá að tekist hefur að rétta aðeins úr kútnum síðastliðin ár og í ár eru skráðir íbúar 4272 en voru þegar fæst var 4055 árið 2008. Hinsvegar er töluvert í að ná sama íbúafjölda og hér var í lok síðustu aldar.

Íbúafjöldaþróun á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig er fróðlegt að skoða íbúafjöldaþróun á höfuðborgarsvæðinu. En þar hefur verið stöðug aukning síðustu áratugi. Í ár eru búsettir þar rúmlega 211.000 manns.

 

Á morgun  munum við halda áfram umfjöllun okkar um íbúaþróun landsins og ræða þá við Elliða Vignisson bæjarstjóra um málið.

 

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).