Héraðsdómur Suðurlands:

Dæmdur til refsingar fyrir að ráðast á stúlkur í „techno-tjaldinu“

1.Desember'15 | 18:37

Rúmlega tvítugur maður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Þær áttu sér stað í technotjaldinu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Sannað þótti að hann hefði veist að tveimur stúlkum, kýlt aðra í andlitið en skallað hina. 

Fullnustu refsingarinnar er frestað í tvö ár haldi hann skilorð. Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 3. ágúst 2014 en fyrst um sinn var eineggja tvíburabróðir gerandans handtekinn grunaður um verknaðinn. Síðar var hann handtekinn og gistu þeir báðir fangageymslur eftir árásina.

Sá hafði verið, ásamt öðrum, að skemmta sér. Var hann vel við skál en fleiri en eitt vitni lýsa því sem svo að hann hafi verið mjög æstur og því líkast að hann væri „andsetinn“. Eitt vitnanna bar því við að það hafi þekkt ákærða í tæpan áratug en það hafi aldrei séð hann í þessum ham.

Hinn sakfelldi lýsti því fyrir dómi að kærasta hans hafi verið í stympingum við aðra stúlku inn í tjaldinu og hann hafi ætlað að stía þeim í sundur. Hafi honum þá verið kastað frá og hann meðal annars rifinn úr peysunni sinni. Kvaðst hann ekki hafa kýlt eða skallað nokkurn mann. Önnur vitni sögðu aðra sögu eða að hann gerst sekur um brotin þegar brotaþolar gegnu á milli í ryskingunum.

Dómari í málinu taldi það sannað, eftir að hafa metið framburð vitna, að ákærði hefði gerst brotlegur. Ákærði hafði krafist frávísunar málsins frá dómi þar sem að almannahagsmunir hafi ekki krafist þess að ákæra yrði gefin út í málinu. Þeirri ástæðu var hafnað þar sem að það mat væri á höndum ákæruvaldsins.

Auk fyrrgreindrar refsingarinnar var ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Sú upphæð nemur 225.265 krónum.

 

Vísir.is.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.