White Guide:

Slippurinn metinn annar besti staðurinn á Íslandi

30.Nóvember'15 | 06:52

White Guide er leiðabók um veitingastaði á Norðurlöndunum, sem margir vilja kalla Michelin Guide okkar Norðurlandabúa. Útgefendur bókarinnar prófa og gefa 800 veitingastöðum einkunnir ár hvert, en það þykir mikil upphefð fyrir veitingastaði að komast í bókina.

Gisli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari og einn eigenda Slippsins og Matar og drykkjar, er ánægður með þróunina hvað varðar íslensk veitingahús. „Í fyrra voru 9 veitingastaðir frá Íslandi tilnefndir og núna 17. Það er algjörlega frábært að sjá loksins mikinn metnað lagt í svona mikilvægt verkefni sem getur hjálpað okkur að komast á kortið í alþjóðlegu samhengi.“ Að mati Gísla er White Guide mun þýðingarmeira hér á landi en Michelin Guide.

White Guide dekkar allar borgir og bæi á Norðurlöndunum, annað en Michelin. White Guide bókar undir fölsku nafni, og reikningurinn er greiddur að fullu án þess að neinn viti að þarna er um gagnrýnendur að ræða. Eins og alvöru gagnrýnendur eiga að gera. Þeir koma að minnsta kosti einu sinni á ári á hvern einasta stað sem nefndur er í bókinni.

Gísli rekur veitingastaðinn Slippinn með fjölskyldu sinni í Vestmannaeyjum, en hann er metinn annar besti staðurinn á Íslandi, næst á eftir Dill, þetta árið. „Mér finnst það alveg ótrúlegt þar sem við erum á lítilli eyju fyrir utan Ísland og erum bara með opið fjóra til fimm mánuði á ári.“

White Guide gefur veitingastöðum stig og metur þá í einn af fjórum flokkum. Í nýjustu útgáfunni fær Dill 79 stig, en næst á eftir kemur Slippurinn í Vestmannaeyjum með 74 stig. Hér má sjá íslenska listann fyrir 2015.

 

Pressan.is greindi frá.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.