8.000 rúmmetrar af sorpi flutt með Herjólfi

Bæjaryfirvöld skoða að gera eitthvað í málinu

30.Nóvember'15 | 07:06
herjolfur__biladekk

Herjólfur

Um 8.000 rúmmetrar af sorpi eru árlega fluttir í gámum með Herjólfi frá Vestmannaeyjum. Sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum var lokað árið 2012. Sorpinu er annaðhvort ekið til Reykjaness eða alla leið norður á Blönduós.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir þessa tilhögun ekki af hinu góða. Bæjaryfirvöld hafa verið að skoða málið undanfarin misseri og leitað leiða til að farga sorpi. Nýjar brennslur séu orðnar mun fullkomnari en þær voru hér áður fyrr. Þessi flutningur hefur í för með sér mikla olíunotkun stórra ökutækja sem menga andrúmsloftið og slíta vegakerfinu. Því er í skoðun bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum að gera eitthvað í málinu.

„Mín skoðun hefur alltaf verið sú að þetta var óþarfa offors þegar brennslunum var lokað á sínum tíma. Það var til marks um skilningsleysi þáverandi stjórnvalda að gefa okkur ekki einhvern umþóttunartíma til að vinna að lausn á stöðunni. Það að flytja sorp með ferju upp á land er ekki lausn á stöðunni,“ segir Elliði.

Árið 2003 voru innleiddar hertar reglur um sorpbrennslur í gegnum EES-samninginn en undanþága fengin af hálfu íslenskra stjórnvalda fyrir eldri sorpbrennslur sem þá voru starfandi, þar á meðal á Kirkjubæjarklaustri, í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Mælingar árið 2007 sýndu að díoxín í útblæstri í eyjum var 85 sinnum meira en viðmiðunarmörk fyrir sorpbrennslur sem starfa á grundvelli EES-reglna frá 2003 gera ráð fyrir.

„Kostnaðurinn sem hefur lagst á íbúa Vestmannaeyja sem og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að búa við þessa stöðu er gríðarlegur. Við búum hér á eyju og þurfum að flytja sorp með farþegaferjunni okkur upp á land. Það verður ekki búið við þetta ástand mikið lengur,“ segir Elliði. „Það er eingöngu eitt í stöðunni og það er að brenna sorp. Það er umhverfisvænast og sennilega hagkvæmast fyrir þjóðfélagið. Við þurfum skilning stjórnvalda á að búseta okkar á eyju skapi okkur sérstöðu.“

 

Fréttablaðið greinir frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.