Vestmannaeyjabæjar og Þekkingarsetrið:

Samningur vegna ferðamála

Þekkingarsetrið verður í fararbroddi og forsvari í kynningu- og markaðssetningu á Vestmannaeyjum sem ferðamannastaðar

27.Nóvember'15 | 06:59

Á fundi bæjarráðs voru lögð fram samningsdrög á milli Þekkingarseturs Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar vegna ferðamála. Bæjarráð samþykkti samninginn fyrir sitt leyti.

Í samningnum stefnir Vestmannaeyjabær að því að auka aðkomu fagaðila í ferðaþjónustu að opinberri stefnumótun þjónustugreinarinnar, efla og bæta innri gerð (infrastrúktúr) ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og þróa aðkomu sveitafélagsins þar með það að markmiði að á ákveðnum tíma verði aðkoma Vestmannaeyjabæjar að atvinnugreininni sambærileg við aðkomu sveitarfélagsins að öðrum atvinnugreinum.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja verður í kjölfarið í fararbroddi og forsvari í kynningu- og markaðssetningu á Vestmannaeyjum sem ferðamannastaðar. Um leið annast Þekkingarsetrið ákveðna rekstrarþætti og ábyrgð sem nánar er fjallað um í samkomulagi þessu. 

  • Þekkingarsetur Vestmanneyja ætlar að byggja upp á metnaðarfullan hátt sameiginlega kynningu og markaðssetningu á Vestmannaeyjum í heild bæði innanlands og utan.
  • Þekkingarsetur Vestmannaeyja ætlar að leggja áherslu á að skapa sterka og jákvæða ímynd af Vestmannaeyjum fyrir vöru- og þjónustugæði sem uppfylli þarfir ferðaþjónustunnar. 
  • Þekkingarsetur Vestmannaeyja ætlar að taka tillit til allra atvinnugreina í Vestmannaeyjum því samstarf allra atvinnugreina er lykilatriði við að ná árangri í eflingu Vestmannaeyja.
  • Þekkingarsetur Vestmannaeyja ætlar að leiða aðkomu Vestmannaeyjabæjar að kynningu á sveitarfélaginu sem áfangastað fyrir ferðamenn. 


Með samkomulagi þessu annast Þekkingarsetur Vestmannaeyja þá aðkomu Vestmannaeyjabæjar að ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum sem áður hefur verið á höndum ferðamálafulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Þar undir fellur m.a. kynning á sveitarfélaginu sem áfangastaðar fyrir ferðamenn, aðkoma að auglýsinga og kynningastarfi, aðkoma að bæjarhátíðum (Þrettándi, goslok, þjóðhátíð, Nótt safnanna og fl.), þátttaka í upplýsingaveitu til erlendra aðila, samstarf um uppbyggingu ferðamannastaða í Vestmannaeyjum, útgáfa á kortum og kynningarefni og fl. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja munu einnig í samstarfi við forstöðumann Eldheima- annast samskipti við aðra aðila í greininni svo sem Íslandsstofu, Markaðsstofu Suðurlands, Samtök ferðaþjónustunnar og fl.

Vestmannaeyjabær mun eftir sem áður nýta tengsl sín og úrræði til að kynna sveitarfélagið sem áfangastað fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Miðstöð slíkrar starfsemi verður í Eldheimum og mun forstöðumaður Eldheima annast utanumhald, segir að endingu í bókun ráðsins um málið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.