VSV:

Samruni ógiltur í annað sinn, áfrýjað til Hæstaréttar

26.Nóvember'15 | 16:32

Vinnslustöðin

Héraðsdómur Suðurlands hefur ógilt ákvörðun hluthafafundar VSV frá 8. október 2014 um samruna VSV og Ufsabergs útgerðar ehf. og ákvörðun um aukningu hlutafjár í VSV og tiltekna ráðstöfun þess í tengslum við samrunann.

Lögmaður VSV lýsir furðu sinni á þessari niðurstöðu og mun leggja til við stjórn félagsins að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Frá þessu er greint á vef Vinnslustöðvarinnar.

Stilla útgerð ehf. krafðist ógildingar samrunans fyrir héraðsdómi. Félagið er í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona og er hluthafi í VSV.

Samruni VSV og Ufsabergs útgerðar hefur áður komið til kasta dómstóla að frumkvæði Stillu útgerðar. Héraðsdómur samþykkti þá samrunann en Hæstiréttur ógilti hann.

Meirihlutaeigendur VSV brugðust við með því að aðskilja félögin, bæta úr ágöllum sem Hæstiréttur fann að fyrri samruna þeirra og samþykkja samrunann á nýjan leik. Stilla útgerð krafðist þá ógildingar seinni samrunans líka og á þá kröfu féllst nú Héraðsdómur Suðurlands.

Í niðurstöðu dómsins frá í gær, 25. nóvember 2015, er tekið undir með stefnanda (Stillu útgerð) að með síðari síðari samruna VSV og Ufsabergs útgerðar hafi hluthafafundur VSV „sniðgengið“ ógildingardóm Hæstaréttar:

„Fallast ber á það með stefnanda að aðeins hafi verið gerðar formbreytingar á undirbúningi ákvarðanatöku hluthafafundar stefnda sem eftir sem áður hafi haft það að markmiði að sniðganga þau grunnsjónarmið sem dómur Hæstaréttar sé byggður á. Eru því að mati dómsins enn við lýði þau réttaráhrif Hæstaréttardómsins að óheimilt sé að nýta hlutaféð til atkvæðagreiðslu um samruna stefnda við Ufsaberg-útgerð ehf. og þegar af þeirri ástæðu verða kröfur stefnanda teknar til greina.“

Það hlutafé sem um er deilt er 2,5% hlutur í VSV sem félagið átti í sjálfu sér og nýtti sem gagngjald fyrir tæp 29% í Ufsabergi-útgerð. Síðar voru félögin sameinuð.

Í fyrri sameiningunni eignuðust fyrrum eigendum Ufsabergs útgerðar rúmlega 3% í VSV. Við seinni sameininguna, sem nú er deilt um, eignuðust þeir tæp 4%.

  • Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður var verjandi VSV í málinu fyrir Héraðsdómi Suðurlands og undrast mjög niðurstöðuna:

„Eigendur meira en tveggja þriðju hlutafjár VSV samþykktu samruna félagsins og Ufsabergs útgerðar algerlega óháð meðferð hinna umdeildu 2,5%. Óskiljanlegt er að héraðsdómarinn taki ekki tillit til þess. 

Í öðru lagi er ómögulegt annað en álykta sem svo að aðrar hvatir en viðskiptalegar liggi að baki þessum málarekstri minnihlutaeigenda í VSV. Augljóst er að fyrri samruninn var félaginu hagfelldur, enda fengu fyrrum hluthafar Ufsabergs-útgerðar stærri eignarhlut í félaginu sem gagngjald í seinna skiptið en í því fyrra.

Félagið efldist og styrktist við samrunann og hluthafar sitja við sama borð. Samruninn er í þágu allra hluthafanna, í anda hlutafélagalaga þar sem einmitt er kveðið á um að hluthafar gæti hagsmuna hlutafélaga en ekki eigin hagsmuna.“

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-