HSU Vestmannaeyjum:

Opinn starfsmannafundur og kveðjukaffi

18.Nóvember'15 | 09:28
HSU_181115

F.v. Þórunn Halldórsdóttir, sjúkraliði, Þorbjörg Júlíusdóttir, móttökuritari og Rósa Sigurjónsdóttir, sjúkraliði. (Á myndina vantar Sigrúnu Óskarsdóttur, sjúkraliða) Mynd: HSU.is

Opinn starfsmannafundur með framkvæmdastjórn var haldinn í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 17. nóvember 2015. Á fundinn mættu um 40 manns.  Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga fór yfir hvað hefur áunnist frá sameiningu stofnanna og hver eru helstu verkefnin framundan.

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri fór yfir stöðuna í rekstri HSU og í fundarins verður boðið upp á umræður með öllum í framkvæmdastjórn.

Að fundi loknum var boðið upp á glæsilegt kveðjukaffi fyrir fjóra starfsmenn hjá HSU í Vestmannaeyjum sem hafa látið af störfum á árinu sökum töku lífeyris, en þær hafa alls starfað 89 ár við stofnunina. Þær eru:

Rósa Sigurjónsdóttir, sjúkraliði

Sigrún Óskarsdóttir, sjúkraliði

Þorbjörg Júlíusdóttir, móttökuritari

Þórunn Halldórsdóttir, sjúkraliði

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.