Landakirkja

Fjölmennt var í Pink Floyd messu

17.Nóvember'15 | 06:41

Rúmlega 250 manns mættu í messu síðastliðið sunnudagskvöld. Þemað í messunni var Pink Floyd. Þótti messan takast afbragðsvel og þurfti að bæta við stólum svo að allir fengju sæti í kirkjunni.

Það var 9 manna hljómsveit sem samanstóð af þeim Birgi Nielsen, Kristni Jónssyni, Helga Tórshamar, Gísla Stefánssyni, Þóri Ólafssyni, Páli Viðari Kristinssyni, Matthíasi Harðarsyni, Jarli Sigurgeirssyni og Sæþóri Vídó sem sá um flutninginn.

Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari var í kirkjunni og tók meðfylgjandi myndir frá messunni.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.