Eldheimar tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands

17.Nóvember'15 | 06:57

Sýningin Eldheimar í Vestmannaeyjum er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2015. Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitekt á Landmótun hannaði umhverfi Eldheima, Axel Hallkell Jóhannesson var sýningarhönnuður, Gagarín hannaði gagnvirka sýningarhlutann og Margrét Kristín Gunnarsdóttir er arkitekt Eldheima.

Í rökstuðningi dómnefndar segir:
„Sýningin miðlar einstökum atburði í náttúrusögu Íslands með framúrskarandi hætti. Sýningin er til vitnis um hugmyndaríkar og vel útfærðar leiðir til að ná til gesta með öflugum sjónrænum og gagnvirkum hætti. Verkefnið er einstaklega metnaðarfullt og gildi þess ótvírætt þegar litið er til þverfaglegs samstarfs hönnuða og arkitekta.“

 

Um Hönnunarverðlaun Íslands

Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í fyrsta skipti í fyrra, en þá hlaut verkefnið Austurland - Designs from nowhere heiðurinn. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Að launum fær sigurvegarinn peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, en þau eru veitt af iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Í ár verða einnig veitt verðlaun fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2015. Öll fyrirtæki sem hafa hönnun og arkitekúr að leiðarljósi frá upphafi verka með það fyrir augum að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna.

 

Auk Eldheima eru Allt til eilífðar, Aníta Hirlekar, Íslenski fáninn og Primitiva tilnefnd. Hönnunarverðlaun Íslands verða afhent 24. nóvember n.k.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).