Skilaboðin til samfélagsins:

Heimilisofbeldi verður ekki liðið

- segir lögreglustjóri

15.Nóvember'15 | 09:10

Í síðustu viku var undirrituð samstarfsyfirlýsing af Lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og formanni fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar er snýr að aðgerðum gegn heimilisofbeldi. Eyjar.net ræddi málið við lögreglustjóra og spurðum m.a í hverju hið nýja samstarf fælist?

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri segir að byggt sé á verklagsreglum Ríkislögreglustjóra (RLS) sem eigi rót sína að rekja til verklags sem tekið var upp á Suðurnesjum þegar menn áttuðu sig á að þessum málaflokki væri ekki nægilega vel sinnt. 

„Við höfum verið að aðlaga reglurnar okkar embætti og erum með verklagsreglur í bígerð sem byggja á reglum RLS en lúta að aðstæðum í þessu umdæmi." segir Páley.

„Meginatriði er að málin fá öll sömu skráningu og sama viðbragð, rannsókn byrjar strax á vettvangi, rætt er í einrúmi við bæði brotaþola og geranda, ef börn eru á heimili er barnaverndarstarfsmaður kallaður til, ef engin börn eru er þolanda boðin aðstoð félagsráðgjafa, kynnt eru úrræði til að hjálpa fólki og málunum er svo fylgt eftir með fyrirvaralausri heimsókn lögreglu og félagsráðgjafa." 

„Samstarfið við bæinn byggir á því að kalla þarf til starfsmann félagsþjónustu eða barnaverndar eftir atvikum í þessum málum til að tryggja að málin fari í ákveðin farveg. Markmiðið er að leysa þennan vanda og koma veg fyrir skaðlegar og óumdeildar afleiðingar heimilisofbeldis og það þetta fái að viðgangast. Skilaboðin til samfélagsins eru að heimilisofbeldi verður ekki liðið." segir lögreglustjóri að endingu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).