Ný bók eftir Ásmund Friðriksson:

Saga Hrekkjalómafélagsins í Eyjum í 20 ár

14.Nóvember'15 | 10:52

Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina HREKKJALÓMAFÉLAGIÐ, Prakkarastrik og púðurkerlingar en bókin er skrifuð af Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni og kemur í verslanir 20 nóvember n.k. Í bókinni er fjallað um þann jarðveg sem glettni og skemmtilegur andi Eyjamanna er sprottin úr.

Þá er saga Hrekkjalómafélagsins í 20 rakin í máli og myndum. Reynt er að varpa fram þeirri gleið og stemningu sem ríkti í félaginu og þeim anda sem var í samfélaginu á þessum tíma. Þá eru sögur af orginal hrekkjalómum meins og Jóni Berg Halldórssyni og Sigurði Sigurðssyni, Didda í Svanhól og fleiri góðum mönnum. Einnig er kafli um ýkjusögur frá Eyjum sem eru mjög skemmtilegar og lýsa því hvernig sögur „lagast“ í meðförum annarra.

Á bókakápu segir; Hrekkjalómafélagið í Vestmannaeyjum var landsfrægt fyrir prakkaraskap og frumleg uppátæki. Sjálfur bæjarstjórinn, forstjórar og ýmsir frammámenn í Eyjum voru fundvísir á frumlega hrekki og létu ekkert tækifæri ónotað til að stríða samferðamönnum og gera tilveruna aðeins léttbærari. Blaðurfulltrúi félagsins Ásmundur Friðriksson leysir loksins frá skjóðunni. Hrekkjalómur lagðist undir rúm brúhjóna á brúðkaupsnóttinni.

Halli í Turninum fræ ís í tonnatali. Bæjarstjórahjónum er gert rúmrusk. Maggi Kristins útgerðarmaður „býður“ öllum Eyjabúum í afmæli sitt. Geir Jón Þórisson lögregluþjónn handtekur formann Hrekkjalómafélagsins. Sjálfvirkur sleppibúnaður er kynntur til sögunnar með kjaftshöggi. Össur Skarphéðinsson skartar skófari á rassinum. Bæjarstjórinn prófar sjónvarpssíma. Aflaskipstjóri leikur á fakír og gengur berfættur yfir flöskubrot. Sýslumaðurinn er flengdur með svipu á Skötukvöldi. Frómakærir sómamenn eru kjörnir „Klámkóngar Eyjanna.“ Þá fá lesendur að kynnast nokkrum hrekkjalómum utan félags og fræknum ýkjumeisturum.

Höfundur bókarinnar verður með kynningu á bókinni í Safnahúsinu í Eyjum sunnudaginn 22. Nóvember kl. 15.30 og þar verður lesið úr bókinni, flutt tónlist og ýmislegt annað óvænt sem kemur í ljós síðar þegar dagskráin verður formlega auglýst.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.