Bæjarstjóri um fjárhagsáætlun 2016:

Þörfin mest er snýr að öldruðum og fötluðum

9.Nóvember'15 | 07:50

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fór fram á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Þar fór Elliði Vignisson bæjarstjóri ítarlega yfir áætlunina og stofnana hans fyrir árið 2016 og gerði grein fyrir helstu útgjaldaliðum í áætluninni.

Eyjar.net ræddi við Elliða um hvernig hann sér næsta ár fyrir sér í reksri bæjarsjóðs.

„Í samræmi við áratuga vinnuhefðir bæjarstjórnar þá gerir áætlun í fyrri umræðu í raun eingöngu ráð fyrir föstum kjarnarekstri Vestmannaeyjabæjar.  Þar er búið að rýna í reksturinn eins og hann er á yfirstandandi ári og gera ráð fyrir fyrirsjáanlegum breytingum svo sem vegna launaþátta, verðlagsþróunar, samninga og fl.  Milli umræðna koma svo inn allar sérsamþykktir, verklegar framkvæmdir, nýjir rekstrarþættir og fleira" segir bæjarstjóri og heldur áfram:

„Með öðrum orðum þá er alveg ljóst að bæði sjóðstreymistölur og aðrar niðurstöðu tölur lækka mikið á milli umræðna þegar stóru útgjöldin koma inn.  Þó klárt sé að verulegur framkvæmdahugur er nú í bæjarstjórn Vestmannaeyja og ætlunin á öllum tímum að veita sem allra besta þjónustu þá er ætíð stefnt að því að reka okkar sameiginlega sjóð réttumeginn við núllið."

 

Getur þú upplýst um hvaða verkefni það eru sem helst er horft til?

„Við bæjarfulltrúar höfum rætt það okkar á milli að þörfin núna sé mest í þeim þáttum sem snúa að öldruðum og fötluðum. Ég á því frekar vona á að fjárhagsáætlun ársins 2016 beri það með sér.  Þannig erum við að skoða fjölgun á heppilegum íbúðum fyrir fatalaða, nýrrar álmu á Hraunbúðum fyrir fólk með heilabilun svo sem Alzheimer, aukinnar aðstöðu fyrir dagþjónustu aldraðra og fjölgun þjónustuíbúða. Allt þetta kemur til með að ráðast á næstu vikum og því mikilvægt að taka þessu með þeim fyrirvara." segir Elliði að endingu.

 

Lykiltölur í fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2016:

 • Tekjur alls kr. 3.279.416.000
 • Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 3.200.752.000
 • Rekstrarniðurstaða,jákvæð kr. 164.436.000
 • Veltufé frá rekstri kr. 603.697.000
 • Afborganir langtímalána kr. 26.321.000
 • Handbært fé í árslok kr. 3.179.512.000Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2016:

 • Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagn. kr. 46.458.000
 • Rekstrarniðurstaða Fráveitu, kr. 0
 • Rekstrarniðurstaða Félagsl.búða, tap kr. -46.809.000
 • Náttúrustofa Suðurlands kr. 0
 • Hraunbúðir, hjúkrunarheimili, tap kr. -14.130.000
 • Heimaey - kertaverksmiðja, hagnaður kr. 0
 • Veltufé frá rekstri kr. 16.193.600
 • Afborganir langtímalána kr. 28.686.000Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2016:

 • Tekjur alls kr. 4.183.056.000
 • Gjöld alls kr. 4.047.116.000
 • Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 205.205.000
 • Veltufé frá rekstri kr. 765.633.000
 • Afborganir langtímalána kr. 55.007.000
 • Handbært fé í árslok kr. 3.179.512.000


Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans vegna ársins 2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is