Rauðagerði - frístundamiðstöð

Mikilvægt að bærinn haldi starfseminni áfram

- segir í greinagerð starfshóps

8.Nóvember'15 | 09:16
raudagerdi_2015

Það er oft líf og fjör á Rauðagerði

Starfshópur um málefni Rauðagerðis, sem skoðað hefur rekstur og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar lagði fram á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs greinargerð og tillögur að breytingum á rekstri Rauðagerðis.

Í greinargerðinni kemur fram að starfshópurinn telji mikilvægt að Vestmannaeyjabær haldi áfram starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í Rauðagerði þar sem boðið er upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 - 15 ára börn í frítímanum. Félagsmiðstöðin skal byggja á hugmyndafræði unglingalýðræðis sem á að tryggja áhrif þeirra á starfið. Rammar unglingalýðræðis eru landslög, ákvarðanir sveitarfélagsins og fjáhagsáætlun félagsmiðstöðvarinnar. Í félagsmiðstöðinni Rauðagerði er starfandi unglingaráð sem mótar viðfangsefni líðandi stundar og á að vera talsmenn unglinga í Vestmannaeyjum.

Forvarnir meðal unglinga, hvað varðar reykingar, vímuefni og einelti, eru snar þáttur í starfinu og áhersla skal lögð á að styrkja jákvæða sjálfsmynd þeirra og stuðla að heilbrigðum lífsstíl.

· Starfshópurinn styður hugmyndir unglingaráðsins varðandi opnun félagsmiðstöðvarinnar að öllu leyti nema því sem varðar opnun til 23.00 þar sem það stangast á við útivistarreglur ungmenna og ráðið getur því ekki fallist á. Í stað þeirrar lengdu opnunar verður opið í tvo virka daga frá 16-18 í stað eins.
· Starfstími félagsmiðstöðvarinnar verði áfram frá septemberbyrjun til maíloka eða í 9 mánuði.
· Framkvæmdastjóra er falið að gera viðeigandi ráðstafanir til að innleiða umræddar breytingar.
· Þjónusta lengdrar viðveru fatlaðra barna verði endurskoðuð og færð inn í hæfingu/dagvistun sem staðsett verður í Kertaverksmiðjunni þegar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu.
· Kostnaður vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna verði aðgreint frá rekstri félagsmiðstöðvarinnar og rekstur færður undir Hamar hæfingarstöð.
· Lagt er til að umræddar breytingar verði innleiddar strax eftir áramót. 
· Framkvæmdastjóra verði falið að reikna kostnað af breytingum og setja inn í gerð fjárhagsáætlunar 2016.

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkti tillögur starfshópsins.

raudagerdi_okt_2015

Myndir / facebooksíða Rauðagerðis

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.