Safnahelgin 2015:

Dagskráin hefst á morgun

4.Nóvember'15 | 06:05

Setning hátíðarinnar verður í Stafkirkjunni

Á morgun, fimmtudag verður Safnahelginni þjófstartað. Setning hátíðarinnar verður í Stafkirkjunni á morgun klukkan 18.00 og framundan er dagskrá fram á sunnudag. Hér má sjá það sem í boði er:

Safnahelgin 2015

Fimmtudagur 5. nóv.:

Kl. 14.00-16.00 Forspil ljósmynda í Ingólfsstofu í Safnahúsi. Kynning á nýjum vef Ljósmyndasafns Vestmannaeyja.

Kl. 18.00 Stafkirkjan á Skansinum. Setning hátíðar, sr. Guðmundur Örn Jónsson. Snorri Jónsson kynnir nýjan disk sinn, Nornanótt en þar er að finna 12 lög við ljóð Snorra. Sæþór Vídó og Sunna Guðlaugsdóttir flytja valin lög af disknum.

Kl. 21.00 Kaffi Kró. Blítt og létt með ómissandi Eyjakvöld og allir syngja með.

 

Föstudagur 6. nóv.:

Kl. 16.00 Sjóminjasafn Þórðar Rafns. Opnun á ljósmyndasýningu á sjávartengdum mannlífs- og atvinnulífsmyndum Sigurgeirs í Skuld sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónir áður.  

Kl. 17:00 Einarsstofa Safnahúsi. Opnun á sýningunni 100 Eyjalistakonur í 100 ár. Um er að ræða samsýningu á verkum allt að 100 vestmannaeyskra kvenna í tilefni þess að í ár eru rétt 100 liðin frá því konur fengu fyrst kosningarétt. Á opnun sýningarinnar verður óvænt uppistand með aðkomu þekktustu listakonu Eyjanna.

Kl. 18:00 Alþýðuhúsið. Opnun á sýningu Myndlistarfélags Vestmannaeyja.

Kl. 20:00 Sæheimar. Opnun á sýningu Gunnars Júlíussonar, Hvorki fugl né fiskur. Gunnar sýnir tölvugerðar myndskreytingar þar sem þemað er dýrin á safninu.

 

Laugardagur 7. nóv.:

Kl. 12:00 Sal Visku í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Skip og stjörnur. Friðrik Ásmundsson fjallar um skip eyjaflotans sem bera stjörnunöfn, Karl Gauti Hjaltason kynnir stjörnurnar sem skipin voru nefnd  eftir og Björgvin Björgvinsson ræðir um hugmyndir Stjörnufræðifélagsins um byggingu Norðurljósa- og stjörnuskoðunarstöðvar í Eyjum.

Kl. 13:00 Bókasafn Safnahúsi. Kynning og upplestur á nýjum bókum. Kolbrún Bergþórsdóttir gerir upp bókaárið 2015 með sínum einstaka hætti og Lilja Sigurðardóttir les úr nýútkominni bók sinni, Gildrunni.

Kl. 14:00  Sagnheimar. Landið mitt – ljóðið mitt. Rætur Eyjamanna liggja víða og sumar teygja sig jafnvel til annarra landa.

Eftirtaldar Eyjakonur kynna rætur sínar og flytja ljóð á móðurmáli sínu:

Anna Fedorowich – Pólland,

Dagný Pétursdóttir – Thailand,

Evelyn Consuelo Bryner – Sviss,

Jackie Cardoso – Brasilía,

Kateryna Sigmundsson – Úkraína,

Sarah Hamilton – England,

Tina Merete Henriksen – Danmörk.

 

Kl. 15.00 Betel.  Árlegir styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja.

Kl. 22:00 Eldheimum. Minnumst Stellu Hauks – Úrval af bestu verkum Stellu Hauks  og úrval af vinsælli kvikmyndatónlist. Bíóbandið „vinir Stellu“:  Andrea Gylfa, Edvarð Lárusson, Tómas M. Tómasson, Magnús R. Einarsson og  Jón Indriðason.

 

Sunnudagur 8. nóv.:

Kl. 14:00  Einarsstofa Safnahúsi. Með Eyjar í hjarta og hjartað í Eyjum, dagskrá með völdum Eyjapeyjum og –pæjum af fastalandinu. Stutt erindi flytja:

Einar Gylfi Jónsson: Eyjapeyjasögur/minningar af æskufélögum,

Þuríður Bernódusdóttir: Æskustöðvarnar í Eyjum/Borgarhóll og nágrenni,

Jón Berg: Gosið og ég,

Helga og Arnór flytja tónlist við hæfi.

 

Opið í Sagnheimum, Einarsstofu og Sæheimum laugardag og sunnudag kl. 13-16.

Ókeypis inn á Sagnheima og Sæheima í tilefni Safnahelgar.

Bókasafnið opið kl. 13-16, minnum á bókamarkaðinn.

 

Opið í Eldheimum, Alþýðuhúsinu og Sjóminjasafni Þórðar Rafns laugardag og sunnudag kl. 13.00 – 17.00. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.