Eldheimar um Safnahelgina

Minnumst Stellu Hauks

Andrea Gylfa og Bíóbandið flytja úrval af bestu verkum Stellu Hauks sem og valdar perlur kvikmyndatónlistarinnar laugardagskvöldið 7. nóvember

3.Nóvember'15 | 11:23

Það verður enginn svikinn af framlagi Eldheima til Safnahelgarinnar.  Tónleikarnir verða tvískiptir.  Annarsvegar minnumst við Stellu Hauks og hinsvegar verða fluttar sígildar perlur kvikmyndasögunnar.  Þetta ferð vel saman því flytjendurnir eiga það flestir sameiginlegt að hafa verið vinir Stellu,  dáðst að og  flutt verkin hennar og svo er þetta sama fólk núna að gera það gott með Bíóbandið, sem eins og nafnið gefur til kynna, spilar tónlist út bíómyndum.

Tónlistin hennar Stellu Hauks sómar sér vel meðal annara sígildra Eyjalaga

Stella Hauks lést 17 jánúar á þessu ári. Hún skilur eftir sig  flotta áhugaverða tónlist sem allt of fáir þekkja.  Tónleikarnir eru ekki bara til að heiðra minningu einstakrar manneskju og listakonu, heldur líka til að gefa fólki tækifæri til að kynnast verkunum hennar Stellu.  Þau verða flutt af færustu tónlistarmönnum landsins.  Í Bíóbandinu eru ásamt Andreu Gylfa., þeir Eddi Lár á gítar, Magnús R. Einarsson gítar og mandólín, Tómas M. Tómasson á bassa og Jón Indriðason trommuleikari. 

Framundan eru vandaðir og stórskemmtilegir tónleikar.  Blanda af því besta frá Stellu og úrval af því flottasta úr heimi kvikmyndanna.  Tónleikarnir  hefjast kl. 22.00  Húsið opnar kl. 21.00  Aðgangseyrir kr. 2.500.-  Hægt er að panta borð í síma 4882700  eða á eldheimar@vestmannaeyjar.is

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.