Ágúst Halldórsson:

Hugmynd fyrir Herjólf

3.Nóvember'15 | 13:57

„Mér finnst alveg ótrúlegt að á þessari tækniöld sem við lifum á að Eimskip sé ekki búið að láta búa til smáforrit í símana fyrir sig.
Þar sem maður gæti bara skráð sig inn og sé hversu mikið maður á eftir af afsláttarkortinu sínu, borgað inn á það, fengið send skilaboð ef ferðir breytast o.s.f.v."
Þetta skrifar Ágúst Halldórsson, vélstjóri á facebook-síðu sína.
 

Ennfremur segir hann:

„Þar sem maður gæti séð hvort það sé pláss fyrir bílinn og hversu langur biðlisti sé. Þar sem maður gæti pantað koju eða klefa.
Samræmt ferð miðað við Strætó. Einnig séð ölduspá.

Einnig myndi maður fá skilaboð í símann hvenær á að vera mættur í þá ferð sem maður er skráður í með bíl eða bara sjálfur og hvort breyting sé á ferðum og hvort farið verður í Landeyjar eða Þorlákshöfn. Koma svo Eimskip, hysjið upp um ykkur og græjið þetta "app".

Ég get lofað því að þetta eigi eftir að vera vinsælt því þetta bókunarkerfisdæmi ykkar er tuttugu árum á eftir og þessi heimasíða er barn síns tíma.
 

Kveðja; Ágúst Halldórsson.

P.s. Bjó til smá beinagrind í paint svo þið hafið einhverja hugmynd um hvað ég er að tala um."

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.