Samgöngur erfiðar þegar kemur að kvöldleikjum í Vestmannaeyjum

28.Október'15 | 12:57

Eins og fram hefur komið verða tveir stórleikir í handboltanum í Vestmannaeyjum í kvöld. Kvennamegin tekur ÍBV á móti Gróttu en bæði lið eru með fullt hús stiga í deildinni eftir sjö umferðir. Hjá körlunum mæta Haukar í heimsókn en bæði liðin berjast í efri hluta deildarinnar.

Erfiðlega gekk fyrir liðin að búa til ferðaáætlun fyrir leikinn. Upphaflega stóð til að bæði Grótta og Haukar myndu sigla til Vestmannaeyja með Herjólfi og sigla síðan heim með Viking tours þar sem seinasta ferð Herjólfs í kvöld var of snemma.

Síðan kom í ljós að Viking Tours gat ekki siglt með mannskapinn á milli í kvöld og því þurfti að hafa hraðar hendur við undirbúning ferðalagsins.

Að lokum ákváðu liðin að leigja sitthvora flugvélina til að komast yfir til Vestmannaeyja. Um er að ræða 19 sæta vélar og þar sem einnig þurfti að ferja dómara yfir til Vestmannaeyja eru báðar vélarnar þétt setnar.

Nú er svo bara að vona að liðin nái að koma sér yfir en flugveðurspáin er ekkert sérstök fyrir daginn.

Leikur ÍBV og Gróttu hefst klukkan 17:30 og leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 20:00.

 

Sport.is greinir frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is