Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins:

Samgöngur á sjó

26.Október'15 | 11:55
olof_landsfundur_xd_2015

Mynd: xd.is

Um liðna helgi hélt Sjálfstæðisflokkurinn landsfund sinn. Meðal ályktana sem samþykktar voru á fundinum voru samgöngur á sjó. Þar segir að ferjuleiðir verði skilgreindar sem hluti af þjóðvegakerfinu og sem liður í eflingu ferðaþjónustunnar.

Ályktunin í heild:

Samgöngur á sjó
Ferjuleiðir verði skilgreindar sem hluti af þjóðvegakerfinu og sem liður í eflingu ferðaþjónustunnar. Smíða þarf nýja ferju til notkunar milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar með það að markmiði að bæta samgöngur milli lands og eyja.

Í dag eru fjölmörg samfélög háð samgöngum á sjó að verulegu leyti. Á það til að mynda við Vestmannaeyjar, Vestfirði, Hrísey, Grímsey og Flatey. Tryggja þarf að í landinu sé heppileg ferja sem hægt er að nýta til afleysinga í þessar siglingar þegar þörf er á.

Stærð og fjöldi farþegaskipa við Ísland hefur aukist verulega. Brýnt er að tryggð verði betur björgunar og dráttargeta við landið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.