Friðrik Björgvinsson skrifar:

Hvar skal hefja frásögnina?

26.Október'15 | 13:29

Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum með fjöll í feldi grænum, mín fagra Heimaey. Ég ætla að reifa hér nokkur atriði sem tengjast, að mínu mati, þessu ljóði Ása í Bæ, atriði sem innfæddur heimamaður upplifir oft á dag allt árið um kring og þakkar almættinu fyrir að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í slíkri náttúruparadís sem Vestmannaeyjar eru.

Við lífsins fögnuð fundum á fyrstu bernskustundum, er sólin hló á sundum og sigldu himinfley.

Traustið sem maður varð var við í æsku til þeirra aðila sem fóru með ferðina í innansveitar krónikunni, er ekki til staðar í dag.

Vestmannaeyjar hafa verið í fararbroddi í nokkuð mörgum málum, menn tóku af skarið, högðu athyglisverða framtíðarsýn. Ég ætla ekki að telja þau mál upp, frekar að benda á það augljósa. Hvenær hefur þróunin verið að minna sé betra, þegar hið augljósa liggur fyrir, aukning á flutningi á vörum og farþegum eykst í þriðja veldi, þá á að draga úr möguleikum íbúa í Vestmannaeyjum til að ferðast á milli Eyja og lands.

Draumur eyjamanna um óhefta möguleika og þeirra lífsgæða að geta farið þennan 13 km (um 7 sml) vegakafla hvenær sem hugurinn girnist og eða þörfin segir til sín, án verulegrar skipulagningar eða fyrirhyggju, virðist alls ekki vera í sjónmáli.

Áður en framkvæmdir hófust í Landeyjahöfn, var stjórnvöldum afhent undirskriftir um 3.000 einstaklinga, um að áður en farið yrði í þá framkvæmd, sem menn töldu alls ekki nægjanlega rannsakaða, að rannsóknum varðandi jarðgöng yrði kláruð, ekki síst svo að hægt væri að meta fleiri kosti en þann sem nú hefur reynst sérfræðingum ofviða að leysa 7 árum síðar, eða þeir kumpánar búnir að segja að Landeyjahöfn verði aldrei heilsárshöfn, það sé einfaldlega ekki hægt.

Þróun Þorlákshafnar hefur staðið yfir í um 60 ár og er ekki enn lokið, framkvæmdir í Landeyjahöfn var lokið fyrir nærri 5 árum, en stóðu yfir í 2 ár, með loforðum um að um  heilsárhöfn væri að ræða, frá upphafi umræðna og framkvæmda í Landeyjahöfn var því ætíð lofað, meira að segja var samningi við Hafnarsjóð Þorlákshafnar sagt upp vegna komu Herjólfs til þeirrar ágætu hafnar, svo mikill var trúin að það mætti selja mannvirkinn og einungis yrði um algjört neyðarúrræði að ræða ef Herjólfur þyrfti að sigla til Þorlákshafnar í framtíðinni.

Niðurgreiðslur á flugsamgöngum var hætt og áætlunarflug lagðist af. Síðar komu aðilar sem höfðu trú á sínu hlutverki og gerðu sér strax grein fyrir eftirspurninni,  sýndu þor og dugnað til að hefja flugsamgöngur til vegs og virðingar, á eigin forsendum, og mega þeir hafa þakkir fyrir þá framtíðar hugsun.

Það augljósa í þessu er, fyrst sérfræðingarnir eru endanlega búnir að gefast upp á fullyrðingum og loforðum, sem þeir sjálfir gáfu út og látið hafa eftir sér, standast ekki, að þeir verði látnir víkja, taka pokann sinn eða hvaða nafni sem það má kallast.

Þróun hafnarinnar í Þorlákshöfn hefur eins og áður hefur komið fram tekið nokkurn tíma, er að sumra áliti að vera nokkuð örugg í um 96% tilfella þegar horft er til ferðatíðni, leiðin er, eða hefur verið talin of löng til að hin almenni ferðalangur telji hana vera vænlegan kost sem ferðamáti á seinni árum.

Það er aftur á móti yfirstíganleg forsenda með gangmeira skipi, þannig að það væri hægt að tala um að ferðatíminn væri minni en hann er með því að fara í gegnum Landeyjahöfn. Í grískri goðafræði voru til himinfley.

Hér reri hann afi á árabát og undi sér best á sjó, en amma hafði á öldunni gát og aflann úr fjörunni dró.

Höfnin í Þorlákshöfn er þannig úr garði gerð að hún er nokkurn veginn fær allt árið og í nánast hvaða veðri sem er, en 4% geta verið erfið við að eiga. Hvers vegna er ég að tala um Þorlákshöfn í sambandi við Landeyjahöfn, því á meðan ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að Landeyjahöfn verið heilsárshöfn verður að vera samræmi í þessum tveimur höfnum, þ.e.a.s. að hafnirnar séu það líkar að það skip sem sigla á frá Vestmannaeyjum til þessara hafna þurfi ekki að fórna neinum kosti sem hönnunarforsendu að skipið nái að sigla óhindrað á milli Eyja og lands.

Landeyjasandur er ekki nýtt viðfangsefni sjófarenda í Vestmannaeyjum né annarra sjófarenda sem haf siglt með suðurströndinni í áratugi, en niðurstöður, forsendur og forrannsóknir framkvæmda á Landeyjarsandi sem sérfræðingar töldu sig vera með í höndunum hafa nánast allar fallið um sjálft sig, hver forsendan á fætur annarra fellur á hverju misseri, farþegafjöldinn, kostnaðurinn og ekki hvað síst ferðaöryggið. Þeir hafa notast við dýpkunarþörf á hafnarsvæðinu sem ekki nokkur heilvita manneskja trúir, enda er það að koma í ljós að sú galna forsenda að einungis þyrfti að dæla upp 30.000m³ af sandi á hverju ár, en nú er að koma í ljós að magnið er 30 sinnum meira í magni eða einungis 3% af raunverulegri dýpkunar þörf sem gefin var upp í upphafi, þá er verið að tala um það magn til að halda höfninni skipgengri, út frá uppgefnu dýpi innan hafnar sem 6-7m út frá smástreymisfjöru eins og allar aðrar hafnir á landinu, en það er mjög misjafnt það dýpi sem gefið er upp í þessari forsendu. Til samanburðar er uppgefið dýpi í Vestmannaeyjahöfn 8m, ég hef aldrei heyrt talað um að ölduhæð komi í veg fyrir að skip sigli innan hafnar í Vestmannaeyjum, það er aftur á móti ein aðal forsenda á bak við það hvort Landeyjahöfn telst skipgeng eður ey.

Það var þannig þegar hann langa-langa-afi minn réri hér um sjóinn á árum áður, á árabát og langa-langa-amma mín hafði á öldunni gát.

Er vindur lék í voðum og vængir lyftu gnoðum, þeir þutu beint hjá boðum á blíðvinafund.

Síðasta ár í veðurfari hefur verið mjög stormasamt, það má segja um veðurfarið án þess að vera að ýkja á nokkurn hátt að það hafi verið rysjótt. Þó má segja um vindáttir að þær hafi verið á pari við þær örrannsóknir sem framkvæmdar voru á hönnunarstigi framkvæmda við Landeyjahöfn. Rannsóknir sem áttu að sýna hversu vel þessi framkvæmd myndi virka til langrar framtíðar.

Ferðatíðnin hefur verið slík að nánast hefur verið um neyðarástand að ræða í Vestmannaeyjum hjá fyrirtækjum og íbúum sem þurfa að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið, þjónustu sem dregið hefur úr alls staðar á landinu, þjónustu sem er verið að gera miðlægari og miðlægari með hverju ár sem líður og sér ekki fyrir endann á, því miður fyrir landsbyggðina, nokkuð sem þarf að vinda ofna af með öllum ráðum.

Landsbyggðar fólk þarf að hafa öruggar samgöngur og það á alls ekki að halda áfram að draga úr þeirra möguleikum að geta ferðast óhindrað á milli staða, þegar íslendingar eru að vera búnir að búa á Íslandi, í nærri 1.200 ár.

Við þurfum vind í seglin og spyrna við fótum til að stöðva þessa þróun, með öllum ráðum.

Og enn þeir fiskinn fanga við Flúðir, Svið og Dranga, þótt stormur strjúki vanga, það stælir karlmanns lund.

Dreifing byggðar um Ísland er pólitísk ákvörðun, ákvörðun sem byggir á nálægð byggðar við fiskimiðin, hagkvæmni þess að hafa byggðirnar sem næst fengsælum fiskimiðum hefur dvínað nokkuð með þróun innan fiskiskipaflotans, með stækkandi skipum sem hafa kallað á enn stærri veiðarfæri, þessi stóru skip þurfa samt sem áður þjónustu frá þessum dreifðu byggðum sem veldur því að enn eru byggðarkjarnar við líði, víðsvegar við strendur landsins, en dregið hefur úr tengingu þeirra við sjávarútveginn, það er pólitísk ákvörðun.

Það er ekki þróun að smíða minni skip sem stunda veiðar við Ísland í dag, nema til að smjúga fram hjá reglugerðarsmugunum pólitískra ákvarðana, sem virðist vera sér íslenskt fyrirbrigði vegna breytinga á fiskveiðistefnum stjórnvalda, sem eru ákvarðaðar á pólitískum hagsmunatengdum aðilum, takið eftir að ég tala um þær í fleirtölu.

Það að hlusta ekki á ákall fólksins sem býr við þessar samgöngur er líka pólitísk ákvörðun.

Og allt var skini skartað og skjól við móðurhjartað, hér leið mín bernskan bjarta við bjargfuglaklið.

Vestmannaeyjar eru einn af fallegri stöðum á landinu við vissar veðurfarslegar aðstæður, líka við hina ofsafengnu hvassvirðisdaga sem hafa verið þó nokkuð margir á síðustu árum. Íbúar hafa lært að lifa með þannig óviðráðanlegar aðstæður, því er það þeirra langlundargeð sem hefur valdið því að Landeyjarhöfn hefur verið sýnd biðlund, en eigi að síður hefur verið fylgst með allri framkvæmdinni frá upphafi og fylgst með öllum þáttum framkvæmdanna. Siglingamálastjóri hefur meira að segja þakkað fyrir það aðhald sem stofnun hans hefur vissulega fundið fyrir á framkvæmdartímanum.

Nú þegar sérfræðingarnir segja að höfnin verði ekki betri er það algjörlega á skjön við þau loforð sem gefin voru við upphaf framkvæmdanna, þ.e.a.s. að höfnin yrði heilsárshöfn.

Það er bara mikið undir ef haldið verður áfram í þeirri blindni sem ræður ríkjum hjá embættismönnum þessa lands í dag. Verði haldið áfram með sama ævintýrabullið verður ástandið verra en hefur verið næstu 10 til 15 árin, því er það mun gáfulegra að smíða stærra skip sem getur gengið til Þorlákshafnar á ásættanlegum tíma, en einnig verður að breyta höfninni þannig að skipið geti siglt til Landeyjahafnar þegar og ef aðstæður leyfa. Tiltrú fólks á þessu ævintýri hefur verulega dvínað svo ekki sé sterkara tekið til orða.

Landeyjahöfn sem samgöngumáti er yndislegur og er allt það besta sem íbúar Vestmannaeyja geta hugsað sér, þegar hún virkar, en framkvæmdin er bara því miður ekki að gera það sem hún átti að gera.

Almenningur í landinu gerir sér ekki grein fyrir því hvað er að vera á biðlista til að komast til Íslands, það hefur orðið gífurleg sprenging í ferðamönnum sem eru að ferðast um landið, sem íbúar Vestmannaeyja eru í samkeppni við alla daga sem siglt er til Landeyjahafnar, en ekki þegar siglt er til Þorlákshafnar, eins einkennilegt og það hljómar, þá eru íbúar Vestmannaeyja, eða þarfir þeirra settar á bið meðan að ferðamennirnir komast nánast óhindrað með skipinu, ef þeir eru í skipulögðum ferðum frá Höfuðborgasvæðinu.

Allt uppí fjórir langferðabílar, ekki neinar rútur, keyra frá borði og um borð í Vestmannaeyju meðan hin almenni íbúi kemst ekki með skipinu, það þarf ekki að takamarka þá flutninga á nokkurn hátt eða að reyna að finna einhverja aðra lausnir, nema að panta bara alla þá daga sem þér dettur í hug að panta, ef þig skildi detta það í hug að það gæti gerst að þig langaði að fara þennan dag en þá verður þú líka að koma hinn daginn sem þú pantaðir, annars ertu og verður á biðlistanum vinsæla.

Er vorið lagði að landi,var líf í fjörusandi, þá ríkti unaðsandi í ætt við bárunið.

Það er bara alls ekki ásættanlegt að ætla að bjóða uppá þannig samgöngur að þær virki yfir hásumarið (er vorið leggst að landi og líf verður á fjörusandi, þá ríkir unaðsandi í ætt við bárunið), með einhverjum þremur til fjórum mánuðum sitt hvoru megin við þessa fimm mánuði sem aðal samgöngur við Vestmannaeyjar.

Hálfrar-holu fullyrðingar sérfræðinganna gengur bara ekki upp, þar til þeir geta lagt fram sönnun þess að holan verði ekki hálfgrafin heldur full frá gengin hola og geti sannað það að svo verði með gildum rökum, ekki bara óskum, verður að staldra við og finna lausnir sem duga langt fram í hina björtu framtíð Vestmannaeyja.

Þegar í fjarskann mig báturinn ber og boðinn úr djúpi rís.

Undirritaður hefur fylgst vel með þróuninni í Landeyjahöfn frá upphafi þá einvörðungu með það að leiðarljósi að þessi höfn yrði til framdráttar fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Því hefur það verið pirrandi og nánast óþolandi að sjá hvað framkvæmdin hefur í raun og veru verið skammt hugsuð og á köflum hreinlega óhugsuð, það þarf að vera vissa fyrir ýmsum hlutum eins og tíðni ferða, öryggi farþega og ekki hvað síst að flutningur á milli Eyja og lands sé ekki hamlandi á álagstímum, það er eitt af þeim verkefnum sem þarf að leysa við núverandi aðstæður og vinna í því að leysa þannig verkefni í dag.

Ef það eru vandkvæði á því að núverandi embættismenn ráði ekki við þannig verkefni verður að fá til þessa verkefnis starfsfólk sem treystir sér tl þess.

Við getum gengið út frá því að fjaran fer ekkert á næstunni, hún verður þarna þar sem hún er í dag og hefur verið þar í þó nokkuð marga mannsaldra.

Það er ekkert þverhnípi framundan þó að reynt verði að bæta úr því sem við höfum og læra um leið á þessa nærri 5 ára gömlu samgönguleið, án þess að vera með einhverja yfirlýsingar um ef ekki nú, þá aldrei, því þeim fullyrðingum er alveg hægt að snúa við og segja ef nú, þá ekki næstu 15 árin, þannig að við sitjum uppi með þetta óðagot og flumbrugang sem hefur einkennt þessar framkvæmdir frá upphafi, ekki hefur hingað til verið mikið að marka stóryrtu sérfræðingana, því miður.

Eyjan mín kæra, ég óska hjá þér að eigi ég faðmlögin vís.

Undirritaður er eins og hér má lesa að ofan að upplifa þessar aðstæður sem fimmti ættliður innfæddra, ég þekki bara þó nokkuð vel til sögu samgangna á milli Eyja og lands, ekki það að ég sé einhver sérfræðingur en ég hef fullt frelsi til að hafa mínar skoðanir á þessu málefni. Ég væri ekki að setja þessar línur á blað nema vegna þess augljósa, sem er að verið er draga úr þeim möguleikum sem Landeyjahöfn hefur fyrir framtíð samfélagsins í Vestmannaeyjum, með algjöru óráði, sem felst einkum í vanhugsuðu og óvönduðu vinnubrögðum sem eru að koma uppá yfirborðið og haf hreinlega aldrei verið rannsökuð né full hugsuð.

Þótt löngum beri af leiðum á lífsins vegi breiðum, Þá finnst á fornum eiðum margt falið hjartamein.

Það er ekki búið að finna lausnir á þessu verkefni því er það frekar að hægt sé að tala um vandaðri vinnubrögð með því að staldra við og meta þessa framkvæmdir, hvað hefur komið á óvart og hvernig er hægt að vinna úr þeim verkefnum sem nú þegar liggja fyrir, leita eftir lausnum með samræðum, sækjast eftir reynslu og þekkingu þeirra aðila sem hana hafa, staldra við og endurmeta hvað má betur fara við þær aðstæður sem við höfum, það verður ekkert þverhnípi þó að verkefnið sé endurmetið, það getur aftur á móti sparað nokkuð margar milljónir að vanda sig til framtíðar, að horfa til framtíðar, meira þarf ekki til, það er enginn að fara í sumarfrí eða einhver millusteinn sem segir ef ekki núna þá aldrei.

En okkar æskufuna við ættum þó að muna á meðan öldur una í ást við fjörustein.

Drifkraftur innan samfélagsins í Vestmannaeyjum er landsfrægur, það er ekkert eins fagurt og yndisæskuljóminn í slíku samfélagi, en það eru aðilar sem hafa þekkingu og reynslu sem má eiga samræður við og finna lausn á verkefninu, það er bara þannig að fleiri höfuð hugsa betur en eitt, frumþörfin liggur í því að samgöngur við Vestmannaeyjar verða að vera öruggar til langrar framtíðar. Þar liggur lykillinn að þessu verkefni, leysa það með samræðum ekki einræðu eða tilskipunum.


Friðrik Björgvinsson
íbúi Vestmannaeyjum.

Texti: Ási í Bæ

 

Landeyjahöfn

Friðrik Björgvinsson

Friðrik Björgvinsson

Þorlákshöfn

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.